6 FULLORÐNIR MEGA ALDREI MEIÐA | MENNTAMÁLASTOFNUN 2023 | BARNAHEILL | 40343 Á HVERJU BYGGIR NÁMSEFNIÐ Grunnþættir námsefnisins Námsefnið byggir á aðalnámskrá grunnskóla. Mannréttindi grundvallast á manngildi og eru mikilvægur hluti af grunnstoðum réttarríkisins. Þau byggjast á altækum gildum sem ná til allra, óháð því hvaðan þau koma eða hvar þau eru búsett. Barnasáttmálinn er einn grunnþátta almennra mannréttinda og tryggir börnum og ungmennum sérstaka vernd. Meginreglur um nám, þróun og þroska Að geta sett sig í spor annarra og skilið hvernig þau hugsa, hvernig þeim líður og hver reynsla þeirra er, er grundvöllur samkenndar og vináttu milli nemendanna. Samtal er hluti af samfélagsgreinakennslu og skólinn á að leggja áherslu á mikilvægi þess að eiga samtal með virkri hlustun þegar vandamál koma upp. Lýðheilsa og lífsleikni Samfélagsgreinar og þar með talin lífsleikni eru þverfaglegar náms- greinar sem er ætlað að auka færni nemenda við líkamlega og andlega heilsueflingu og færni þeirra í að taka upplýstar og ábyrgar ákvarðanir um eigið líf. Á æsku- og unglingsárunum er sérlega mikilvægt að þroska með sér jákvæða og sterka sjálfsmynd.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=