Fullorðnir mega aldrei meiða

Börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi eru umtalsvert líklegri til að glíma við líkamlegan og andlegan heilsufars- vanda. Það geta t.d. verið erfiðleikar við einbeitingu, tengslamyndunarvandi, reiðistjórnunarvandi, kvíði og þunglyndi. SAMTAL VIÐ BÖRN OG UNGMENNI UM OFBELDI OG KYNFERÐISBROT Margir fullorðnir forðast að ræða við börn um ofbeldi og kynferðisbrot, vegna þess að þau vita ekki hvernig á að fara að því eða eru hrædd um að fara rangt að. En börn og ungmenni þurfa að fá og vilja fá aukna fræðslu um líkamann, heilbrigða kynhegðun, ofbeldi og kynferðisbrot! Í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna er tekið skýrt fram að öll börn eigi rétt á vernd gegn ofbeldi og kynferðisbrotum. Þau þurfa að vita hvað ofbeldi er og hvernig hægt er að leita sér hjálpar. Börn þurfa að læra að þau eiga rétt á að vera örugg og að bæði þau og sá eða sú sem beitir þau ofbeldi geta fengið hjálp við að binda enda á ofbeldið. Rannsókn sem gerð var í Noregi hjá börnum á aldrinum 12–16 ára sýndi að 50% þeirra barna sem höfðu verið beitt ofbeldi höfðu aldrei sagt neinum frá því. Aðeins 1 af 5 hafði talað um ofbeldið við fullorðinn fagaðila. Ýmsar ástæður eru fyrir því að sum börn segja aldrei frá. Það getur verið vegna þess að þau átta sig ekki á því að ofbeldi sé rangt, eru hrædd við að það hafi slæmar afleiðingar fyrir þau að segja frá eða þau vita ekki hvers konar hjálp er í boði. 1 af 5 börnum og ungmennum hefur orðið fyrir vægara líkamlegu ofbeldi á uppvaxtar- árunum, t.d. fengið hnefahögg, verið klipið eða slegið með flötum lófa. Rannsóknir sýna að 1 af 20 börnum og ungmennum hefur orðið fyrir alvarlegu líkamlegu ofbeldi, svo sem: spörkum, höggum með hörðum hlutum eða barsmíðum. LESIÐ MEIRA UM OFBELDI GEGN BÖRNUM Í BÓKINNI OFBELDI GEGN BÖRNUM – HLUTVERK SKÓLA 5

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=