Fullorðnir mega aldrei meiða

42 FULLORÐNIR MEGA ALDREI MEIÐA | MENNTAMÁLASTOFNUN 2023 | BARNAHEILL | 40343 1 HUGTAKIÐ BARN Barn er einstaklingur undir 18 ára aldri. 2 ÖLL BÖRN ERU JÖFN Öll börn eiga að njóta allra réttinda Barna sáttmálans án tillits til hver þau eru, hvar þau búa, hvaða tungumál þau tala, á hvað þau trúa, hvernig þau hugsa og líta út, af hvaða kyni þau eru, hvort þau eru fötluð, rík eða fátæk og án tillits til þess hvað fjölskylda þeirra gerir eða trúir á. Aldrei skal koma fram við barn af óréttlæti. 3 ÞAÐ SEM BARNINU ER FYRIR BESTU Þegar fullorðnir taka ákvarðanir eiga þeir að hugsa um hvaða áhrif þær hafa á börn og eiga að gera það sem er best fyrir þau. Stjórnvöld eiga að tryggja að foreldrar verndi börn sín og gæti þeirra eða aðrir í þeirra stað þegar þörf er á. Stjórnvöld eiga að sjá til þess að fólk sem ábyrgt er fyrir börnum hafi hagsmuni þeirra alltaf að leiðarljósi og staðir sem ætlaðir eru börnum uppfylli einnig þær skyldur. 4 RÉTTINDI GERÐ AÐ VERULEIKA Stjórnvöld þurfa að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að sjá til þess að hvert og eitt barn njóti allra réttinda Barnasáttmálans. 5 LEIÐSÖGN FJÖLSKYLDU Fjölskyldur bera ábyrgð á að leiðbeina börnum sínum og fræða þau um réttindi sín. Eftir því sem börn verða eldri hafa þau minni þörf fyrir leiðsögn fjölskyldna sinna. Stjórnvöld skulu virða ábyrgð, réttindi og skyldur fjölskyldna. 6 LÍF OG ÞROSKI Öll börn eiga rétt á því að lifa og þroskast og skulu stjórnvöld tryggja það. 7 NAFN OG RÍKISFANG Börn skal skrá við fæðingu og þau eiga rétt á nafni og ríkisfangi – að tilheyra landi. Alltaf þegar hægt er skulu börn þekkja foreldra sína og njóta umönnunar þeirra. 8 PERSÓNULEG AUÐKENNI Börn eiga rétt á sínum eigin auðkennum – sem skráð skulu opinberlega, um hver þau eru, m.a. nafn, þjóðerni og fjölskyldutengsl. Ekki má taka frá börnum auðkenni þeirra og ef það er gert skulu stjórnvöld aðstoða við að bæta úr því. 9 TENGSL VIÐ FJÖLSKYLDU Ekki skal skilja börn frá foreldrum sínum nema þegar það er nauðsynlegt fyrir öryggi og líðan barna – til dæmis ef foreldri meiðir barn eða hugsar ekki vel um það að öðru leyti. Börn eiga rétt á því að vera í góðum tengslum við báða foreldra sína ef þeir búa ekki saman nema það sé talið skaðlegt fyrir þau. 10 TENGSL VIÐ FORELDRA Í ÖÐRUM LÖNDUM Ef barn býr í öðru landi en foreldrar þess eiga stjórnvöld að leyfa barni og foreldrum að ferðast frjálst svo þau geti haldið sambandi og verið saman. 11 VERND GEGN BROTTNÁMI Stjórnvöld eiga að tryggja að ekki sé farið ólöglega með börn úr landi, til dæmis að börnum sé ekki rænt eða þeim haldið erlendis. 12 VIRÐING FYRIR SKOÐUNUM BARNA Börn eiga rétt á því að tjá sig frjálslega um öll málefni sem hafa áhrif á líf þeirra. Fullorðnir eiga að hlusta og taka mark á þeim. BARNVÆN ÚTGÁFA AF BARNASÁTTMÁLA SAMEINUÐU ÞJÓÐANNA

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=