41 NETNÁMSKEIÐ BARNAHÚSS UM EINKENNI KYNFERÐISOFBELDIS OG VIÐBRÖGÐ Sérfræðingar Barnahúss hafa útbúið netnámskeið með grunnfræðslu um kynferðislegt og kynbundið ofbeldi og áreitni. Námskeiðið fjallar um einkenni barna sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi og hvernig bregðast skuli við ef barn greinir frá ofbeldi. Námskeiðið er í fjórum útgáfum til að ná til sem flestra skólastiga. ÍTAREFNI 112.is Ofbeldi er það þegar einhver meiðir þig eða lætur þér líða illa. Það er bannað með lögum að beita aðra ofbeldi. Það skiptir miklu máli að segja frá þegar ofbeldi á sér stað. Þá er hægt að hjálpa þeim sem verða fyrir ofbeldinu. Meira að segja þeir sem eru að meiða og særa geta fengið hjálp. Ef þú verður fyrir ofbeldi, eða þekkir barn eða ungling sem verður fyrir ofbeldi, er best að tala um það við einhvern fullorðinn sem þú treystir, eins og foreldra þína. Ef það gengur ekki geturðu talað við einhvern í skólanum, eins og kennar- ann þinn eða hjúkrunarfræðing. OFBELDI GEGN BÖRNUM – LÖGREGLAN Ekkert barn á að þurfa að þola ofbeldi eða verða vitni að ofbeldi. Allt ofbeldi á heimili þar sem börn dvelja, er jafnframt ofbeldi gagnvart börnum. Hér má finna ítarefni og fróðleik sem nýtist í fræðslu um ofbeldi. HVERT ER HÆGT AÐ LEITA? 112.is – NEYÐARLÍNAN Allt ofbeldi er hægt að tilkynna til Neyðarlínunnar. Kynferðislegt ofbeldi er það þegar einhver káfar á þér eða fær þig til að gera eitthvað kynferðislegt sem þú vilt ekki gera. Kynferðisleg áreitni með orðum og látbragði er líka ofbeldi. Hér er hægt að nálgast fróðleik um kynferðislegt ofbeldi. 1717 – HJÁLPARSÍMI RAUÐA KROSSINS Ekkert vandamál er of stórt eða lítið fyrir Hjálparsímann 1717 og netspjall Rauða krossins. Hjálparsíminn er alltaf opinn, trúnaði og nafnleynd er heitið og hann er ókeypis. 112- LÖGREGLAN Til að ná sambandi við lögreglu er hægt hringja í 112, úr farsímum og úr símtækjum í almenna símkerfinu. Samband næst við 112 þótt ekki sé inneign á símakortinu og líka þótt ekkert símakort sé í símanum.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=