Fullorðnir mega aldrei meiða

40 FULLORÐNIR MEGA ALDREI MEIÐA | MENNTAMÁLASTOFNUN 2023 | BARNAHEILL | 40343 ANNAÐ EFNI SEM NÝTA MÁ TIL KENNSLU LÍKAMI MINN TILHEYRIR MÉR Teiknimyndir og tilheyrandi kennsluefni um kynferðisofbeldi. ÉGVEIT.IS Vefur um málefni eins og ofbeldi, misnotkun og einelti. Efnið er upprunalega frá Noregi og hefur verið notað þar í nokkur ár. Efnið var þýtt og staðfært af Menntamálastofnun og Barnaheillum árið 2023. Á vefnum má finna teiknimyndir og ýmsar umræðuhugmyndir og verkefni til að fjalla um ofbeldi. STOPP OFBELDI Á vefnum Stopp ofbeldi! er að finna hugmyndir að fræðsluefni fyrir börn, foreldra og starfsfólk um kynbundið ofbeldi og áreiti. Listinn er settur saman út frá aldri barna en að sjálfsögðu getur margt af efninu hentað ýmsum skólastigum. Það er flokkað í efni fyrir börn í leikskóla og yngstu börn í grunnskóla, nemendur á miðstigi, unglingadeild og framhaldsskóla VERNDUM ÞAU – BARNAHEILL Mikilvægt er að öflug fræðsla og forvarnir gegn ofbeldi fari fram í samfélaginu, svo sem í skólum og á heilsugæslustöðvum. Allir einstaklingar samfélagsins þurfa að þekkja mannréttindi barna og rétt þeirra til verndar gegn ofbeldi. Hver og einn samfélagsþegn ætti að þekkja ábyrgð sína á því að koma fram af virðingu við börn, vera vakandi fyrir aðstæðum þeirra og tilkynna um grun um ofbeldi, vanrækslu eða aðrar slæmar aðstæður barns. BARNAHEILL – ANNAÐ EFNI Efni sem Barnaheill benda á sem tengjast forvörnum gegn ofbeldi: Annað fræðsluefni KENNSLULEIÐBEININGAR MEÐ MYNDINNI: LÍKAMI MINN TILHEYRIR MÉR 1.–4. BEKKUR LÍKAMI MINN TILHEYRIR MÉR

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=