Fullorðnir mega aldrei meiða

35 Sumum börnum finnst gott að fá faðmlag eða vera strokið um bakið, önnur upplifa það sem ágenga snertingu sem vekur óöryggi. Þegar barn segir frá erfiðum atburðum eða reynslu getum við, sem fullorðnar manneskjur, orðið snortin og döpur við að hlusta á frásögnina. Þér er óhætt að sýna slíkar tilfinningar á þann máta sem er þér eðlilegur, en hafðu í huga að þínar tilfinningar eru ekki í aðalhlutverki í þessu samtali. Ef þú sýnir mjög sterk tilfinningaleg viðbrögð við frásögninni gæti barnið fengið samviskubit yfir því að hafa sagt frá. Það er þess vegna mikilvægt að þú skýrir fyrir barninu þær tilfinningar sem þú upplifir og gefir skýrt til kynna, í líkamstjáningu og orðum, að þú þolir að hlusta og að barnið sé ekki að íþyngja þér með frásögninni. Sýndu barninu að þú metir mikils traustið sem þér er sýnt. Það er því mikilvægt að forðast líkamlega snertingu nema að fengnu samþykki barnsins. Í handbókinni Ofbeldi gegn börnum – hlutverk skóla er kafli um það hvernig best er að taka viðtöl við börn sem lent hafa í ofbeldi og vilja segja frá.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=