Fullorðnir mega aldrei meiða

UPPLÝSINGAR TIL FORELDRA Það getur verið gagnlegt að láta foreldra vita að nemendur muni fá fræðslu um ofbeldi á önninni eða í nánustu framtíð. Þá geta foreldrarnir undirbúið sig að nokkru leyti fyrir að ræða þetta við börnin heima að fræðslunni lokinni. Einhverjir foreldrar kunna að hafa sjálfir orðið fyrir ofbeldi eða kynferðisbrotum, sem gerir þeim erfiðara að ræða við eigin börn um þetta málefni. Þá er gott að leita upplýsinga um hvernig skólinn vinnur með viðfangsefnið. Barnaheill og Menntamálastofnun mæla með að foreldrar fái ekki nákvæmar upplýsingar um hvenær fræðslan á að fara fram. Það kemur í veg fyrir að foreldrar haldi barninu heima þann dag sem fræðslan fer fram, í þeim tilvikum sem foreldrarnir beita sjálfir ofbeldi eða kynferðisbrotum. Þannig má einnig forðast óþarfa vangaveltur um ástæður þess ef barn er veikt eða mætir ekki í skólann einmitt þann dag. Notaðu orðalagið „á árinu/önninni/tímabilinu“ eða annað í þeim dúr. Einnig er hægt að upplýsa foreldra eftir fræðsluna, t.d.: „í þessari viku töluðum við m.a. um …“ Gott er að láta tengil á teiknimyndina sem þið horfðuð á fylgja með, sem og upplýsingar um ítarefni sem foreldrar geta kynnt sér um viðfangsefnið. Sniðmát af upplýsingapósti til foreldra og forsjáraðila er hægt að finna á vefnum Stopp ofbeldi – yngsta stig. 31

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=