Fullorðnir mega aldrei meiða

28 FULLORÐNIR MEGA ALDREI MEIÐA | MENNTAMÁLASTOFNUN 2023 | BARNAHEILL | 40343 AÐRAR SPURNINGAR SEM KOMA UPP HJÁ BÖRNUM Hvað gerist ef fullorðnir slá börn? Eru þeir ekki að gera eitthvað sem er ólöglegt? Ef að fullorðnir gera eitthvað sem er ólöglegt þurfa aðrir fullorðnir að komast að því og hjálpa þeim að hætta. Á Íslandi er það barnaverndarþjónustan og lögreglan sem vinna við að passa að engir fullorðnir meiði börn eða geri aðra hluti sem skaða börn. Ef þau hafa grun um eða heyra af börnum sem ekki líður vel, verða þau að rannsaka og rannsakar, stundum er það lögreglan og stundum eru það báðir aðilar. Þau eiga að tala við börnin og komast að því hvernig þeim líður. Ef þau komast að því að börn eru slegin, sparkað í þau, þeim er hrint eða klipin eða komast að öðrum hlutum sem valda börnunum vanlíðan þá verða þau að gera eitthvað til þess að hjálpa fullorðna fólkinu að hætta. Flestir fullorðnir einstaklingar fá hjálp til þess að verða góðir foreldrar án þess að börnin verði að flytja á annan stað. En stundum þurfa börn að flytja á annan stað til þess að vera örugg og líða vel. Stundum þurfa fullorðnir, sem hafa slegið börn eða gert aðra ólöglega hluti, að sitja í fangelsi um tíma. Það er til þess að þau læri að hætta að gera ólöglega hluti og til þess að vernda þá sem hinn fullorðni hefur gert ólöglega hluti við. Hvað geri ég ef einhver segir mér frá því að þeim líði ekki vel heima hjá sér en segja að ég megi ekki segja neinum frá því? Það er algengt að börn segi að enginn megi vita því þau eru hrædd um hvað geti gerst ef fullorðnir komast að þessu. Kannski hefur þú meira að segja lofað að þú ætlir ekki að segja neinum frá. Þú ættir að tala við vin þinn og segja að þú haldir að það sé skynsamlegt að tala við einhvern fullorðinn. Þú getur alveg sagt að þú hafir áhyggjur af hvernig vinur þinn hefur það og að þú viljir að honum/henni líði vel. Þú getur sagt að þú getir farið með vini þínum og fundið fullorðinn einstakling sem þið treystið. MIKILVÆGT! Þú átt alltaf að segja einhverjum fullorðnum sem þú treystir ef þú býrð yfir vondu leyndarmáli. Það er ekki að kjafta frá heldur að vera góður vinur. 1 2

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=