Fullorðnir mega aldrei meiða

26 FULLORÐNIR MEGA ALDREI MEIÐA | MENNTAMÁLASTOFNUN 2023 | BARNAHEILL | 40343 • Linja talaði við kennarann sinn. Hvað ef kennarinn hefði ekki trúað henni eða ekki viljað hlusta? • Við hvern hefði hún þá getað talað? • Við hvern getið þið talað ef ykkur eða einhverjum sem þið þekkið, líður ekki vel heima? Skrifið á töfluna eða á blað. Börnin nefna kannski fyrst fullorðna einstaklinga sem þau þekkja. Skrifið niður alla sem þau nefna en bendið þeim líka á að það eru fullorðnir sem vinna við það að hjálpa börnum. Farið gjarnan í gegnum persónurnar á skjámyndinni og látið nemendurna koma með tillögur um hver þau geti verið (lögregla, skólahjúkrunarfræðingur, barnavernd, neyðarsíminn 112). Öll börn og ungmenni geta hringt í Neyðarlínuna í síma 112 ef þau sjálf eða einhver sem þau þekkja á erfitt. Einnig geta þau talað við neyðarverði á netspjallinu 112.is. Fullorðnir geta líka hringt þangað til að fá ráðleggingar. NÁMSEFNI

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=