23 • Það stendur í íslenskum lögum að fullorðnir mega ekki slá eða meiða börn. • Hvað eru lög? Útskýrið að lög eru reglurnar sem við höfum á Íslandi sem ákveða hvernig við eigum að hegða okkur gagnvart hvert öðru, hvaða réttindi við höfum og hvað má og ekki má. Notið gjarnan dæmi um aðrar reglur sem nemendurnir þekkja eins og skólareglurnar. Útskýrið að við höfum þessar reglur svo að allir geti haft það gott saman. Þannig er það líka með íslensku lögin, þau eru reglur sem eru búnar til fyrir öll okkar sem búum á Íslandi. • Íslensku lögunum er safnað saman í bækur. • Áður fyrr var í raun leyfilegt að slá börn. Hefur þú heyrt einhverjar sögur um það eða séð slíkt í mynd? • Kennarar máttu meira að segja slá nemendur sína í gamla daga! Af hverju haldið þið að það hafi síðan verið settar reglur um að bannað sé að slá börn? NÁMSEFNI
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=