Fullorðnir mega aldrei meiða

15 KYNFERÐISOFBELDI FULLORÐINNA OG UNGMENNA. Kynferðisbrot merkir að gera eitthvað kynferðislegt með einhverjum eða við einhvern án samþykkis. Refsiverð kynferðisbrot eru t.d.: • Kynferðisleg áreitni. Hér er ekki átt við líkamlega snertingu. Slík áreitni getur verið að bera sig, sýna öðrum kynfæri sín eða sýna öðrum klámfengnar myndir eða kvikmyndir. Það getur líka verið að láta barn horfa á kynferðislegar athafnir. • Kynferðislegar athafnir. Þetta felur í sér líkamlega snertingu, t.d. að þreifa á viðkvæmum líkamshlutum, svo sem brjóstum, rassi, typpi og píku. Þetta getur verið bæði innan sem utan klæða. • Kynferðislegt samræði. Með þessu er átt við það þegar eitthvað er sett inn í eitthvert opa líkamans. Það getur verið að stinga fingri, hlutum eða kynfærum inn í endaþarmsop, píku eða munn. Það telst einnig kynferðislegt samræði að tæla, plata eða neyða barn til að gera slíkt við sjálft sig – einnig ef það á sér stað á netinu. NEIKVÆTT FÉLAGSLEGT TAUMHALD, ÞVINGUNARHJÓNABÖND OG HEIÐURSTENGT OFBELDI Þetta eru allt birtingarmyndir ofbeldis í nánum samböndum. Bæði börn og fullorðnir geta orðið fyrir neikvæðu félagslegu taumhaldi, þvingunarhjónaböndum og heiðurstengdu ofbeldi. Ofbeldinu er ætlað að tryggja að einstaklingar hagi sér í samræmi við viðmið fjölskyldu sinnar eða samfélagshópsins, eða er viðbragð við því ef einhver þykir hafa skert heiður eða orðspor fjölskyldunnar/hópsins. Markmiðið með ofbeldinu getur einnig verið að stjórna hegðun eða hindra rýrnun orðspors, eða að endurheimta glataða æru. Slíkt ofbeldi getur bæði átt sér stað innan fjölskyldna sem eru trúræknar, og þeirra sem ekki eru trúræknar, sem og í fjölskyldum þar sem fjölskyldu- meðlimir hafa mismunandi lífsskoðanir. Ofbeldið tengist mun fremur menningarlegum viðmiðum en trúarlegum. Hér eru nokkur dæmi um slíkt: • vöktun, þrýstingur, hótanir eða nauðung sem setur með kerfisbundnum hætti skorður á atferli eða val og hindrar einhvern ítrekað í að taka sjálfstæðar ákvarðanir um eigið líf og framtíð. Þetta á til dæmis við um sjálfs- ákvörðunarrétt hvað varðar sjálfsmynd, líkama, kynhegðun, frelsi til að velja sér vini, tómstundastarf, lífsskoðun, klæðaburð, menntun og starf, efnahagslegt sjálfstæði, frelsi til að velja sér kærasta/kærustu og maka og til að leita sér heilbrigðisþjónustu. • líkamlegt ofbeldi • andlegt ofbeldi svo sem lítilsvirðing, níð og hótanir • þvinguð hjónabönd eða að vera flutt til annars lands gegn vilja sínum og skilin eftir þar hjá ættingjum

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=