14 FULLORÐNIR MEGA ALDREI MEIÐA | MENNTAMÁLASTOFNUN 2023 | BARNAHEILL | 40343 GAGNLEG HUGTÖK Hér finnur þú gagnlegar skýringar á orðum og hugtökum sem getur verið flókið að skýra fyrir börnum. Þessar skýringar eru leiðbeinandi dæmi. Þér er frjálst að nota önnur orð eða hugtök sem þér finnst eðlilegra að nota. Mikilvægast er að þú finnir fyrir öryggi og sjálfstrausti þegar þú ræðir viðfangsefnið og getir mætt spurningum og hugleiðingum nemenda með opnum huga. LÍKAMLEGT OFBELDI Líkamlegt ofbeldi er verknaður sem særir, meiðir eða veldur áverkum eða skaða á líkamanum. Líkamlegt ofbeldi er t.d. að: Slá, sparka, flengja, taka kverkataki, skera, klípa, klóra, bíta, kýla, snúa upp á handlegg, halda öðrum föstum og hrinda. ANDLEGT OFBELDI Andlegt ofbeldi meiðir okkur og særir líkt og líkamlegt ofbeldi en það hefur áhrif á tilfinningar okkar og líðan. Slíkt ofbeldi hefur skaðleg áhrif á sjálfs- myndina og lætur okkur líða eins og við séum smá, sek um eitthvað, lítils virði, hrædd eða leið. Andlegt ofbeldi er t.d. að verða ítrekað fyrir einhverju eftirfarandi: Vera hótað, vera höfð að athlægi, vera kölluð ljótum nöfnum, að aðrir stjórni því hvað við megum gera eða hverja við megum hitta, vera hunsuð, að tilfinningar okkar séu ekki virtar. KYNFERÐISOFBELDI BARNA OG UNGMENNA Stundum neyða börn og ungmenni önnur börn til að taka þátt í kynferðislegum athöfnumog það er alltaf ofbeldi. Þetta er oft vegna þess að börnin vita ekki að það sem þau gera er rangt eða að barnið sem verður fyrir brotinu á erfitt með að stöðva leikinn. Kynferðisleg misnotkun getur verið hættulaus og spennandi, svo framarlega sem báðir aðilar eru samþykkir. Ef annar aðilinn hefur verið þvingaður, plataður eða ógnað til að vera með í leiknum telst það kynferðisofbeldi. Það er bannað með lögum. Þau sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi eða eru ekki viss um hvort þau hafi orðið fyrir slíku broti þurfa að ræða það við fullorðna manneskju sem þau treysta. Í þeim tilvikum þurfa bæði barnið og þau fullorðnu sem kunna að hafa átt hlut að máli að fá hjálp, til að hægt sé að stöðva brotin. Frekari upplýsingar um skaðlega kynferðislega hegðun er að finna í Bangsabæklingi Barna- og fjölskyldustofu en þar er farið yfir hvað er eðlileg kynferðisleg hegðun og hvað óeðlileg.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=