11 Eftirfylgni vegna tiltekins nemanda • Umræður í teymi – er einhver starfsmaður sem þekkir þennan nemanda betur en aðrir, t.d. sérkennari eða starfsmaður á frístundaheimilinu? Er eitthvað í sjálfri fræðslunni sem þarf að ræða sérstaklega? • Ræddu við skólahjúkrunarfræðinginn – eru einhver atriði tengd heilsufari nemenda sem þarf að ræða sérstaklega? • Ræddu við foreldra/forsjáraðila – ef upp koma áhyggjur eða ábendingar sem ekki tengjast grun um að barn hafi orðið fyrir ofbeldi, vanrækslu eða kynferðisbroti af hálfu foreldris/forsjáraðila skal ræða það við þau. Er hugsanlegt að einhver annar fullorðinn í nærumhverfi barnsins hafi komið þar við sögu? • Ræddu við næsta yfirmann þinn – ef grunur vaknar um að nemandi hafi orðið fyrir ofbeldi, vanrækslu eða kynferðisbroti ber þér að hafa samband við þinn næsta yfirmann. Viðkomandi upplýsir þig þá um hvernig þú átt að fylgja málinu eftir. Yfirmaður þinn getur einnig upplýst þig um aðra sem þú getur fengið ráðgjöf hjá í slíkum tilvikum. • Hafðu samband við barnavernd eða lögreglu – ef grunur vaknar um að nemandi hafi orðið fyrir ofbeldi, vanrækslu eða kynferðisbroti er þér skylt að tilkynna það til barnaverndar eða lögreglu. Nánari upplýsingar um tilkynningaskyldu eru á bls. 39. 6
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=