Fullorðnir mega aldrei meiða

10 FULLORÐNIR MEGA ALDREI MEIÐA | MENNTAMÁLASTOFNUN 2023 | BARNAHEILL | 40343 Gefðu þér góðan tíma til að skýra orð og hugtök Reynslan hefur sýnt að nemendur hafa mismikla þekkingu á ofbeldi og afleið- ingum þess. Það er engu að síður mikilvægt að allir nemendurnir í bekknum fái samhljóða upplýsingar um ofbeldi og hvað þau geta gert ef þau verða fyrir ofbeldi, þar með talið kynferðisbrotum. Börn sem verða fyrir heimilisofbeldi eða kynferðisbrotum halda oft að þau séu ein um þá reynslu, eða vita ekki hvað gæti gerst ef þau segja frá. Sum börn vita ekki að ofbeldi er bannað með lögum. Þú þarft því að gefa þér góðan tíma til að skýra orð og hugtök sem koma fyrir í fræðslunni og gefa nemendunum svigrúm til að spyrja spurninga. Hafðu í huga að tiltekin börn kunna að þurfa meiri undirbúning en önnur Ræddu varfærnislega og undir öruggum kringumstæðum við þau börn sem þú veist að eru, eða hafa verið, í aðstæðum þar sem þau hafa orðið fyrir ofbeldi s.s. kynferðisbrotum. Börn sem eru undir eftirliti barnaverndar eða sambærilegra aðila þurfa að fá tækifæri til að tjá sig um það með hvaða hætti þau vilja taka þátt í fræðslunni. Sum vilja kannski fá fræðsluna með hinum í bekknum en önnur þurfa sérstaka handleiðslu. Hugsanlega þarf einnig sérstaka aðlögun fyrir börn með stuðningsþarfir t.d. börn með þroskaskerðingu eða langvinna sjúkdóma. Mikilvægast er að öll börn eiga rétt á fræðslu um ofbeldi og að skólanum ber skylda til að tryggja að slík fræðsla geti farið fram. Dæmi um aðlögun sem kann að vera nauðsynleg til að fræðslan nái til allra geta verið vinna í smærri hópum, einstaklingsfræðsla, undirbúningssamtal, túlkur eða fleiri fullorðnir leiðbein- endur í kennslustofunni. Ræddu við samstarfsfólkið að fræðslunni lokinni Hvað vakti sérstaka eftirtekt og/eða áhyggjur? Hugsanlega hafið þið tekið eftir mismunandi atriðum. Gera þarf áætlun um frekari eftirfylgni. Hafa þarf í huga að það getur liðið nokkur tími þar til nemendur telja óhætt eða eru tilbúnir til að segja frá. Það er því skynsamlegt að endurtaka fræðsluna síðar og halda efninu lifandi með umræðum í nemendahópnum. Fræðsla um ofbeldi og kynferðisbrot getur ekki verið EITT samtal. Hver sem viðbrögð nemendanna hafa verið er hægt að fara mismunandi leiðir við eftirfylgni. 3 4 5

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=