Frelsi og velferð

b FRELSI OG VELFERÐ : Sjálfstæðisbarátta í nýlendunum 97 hreyfinguna sem var kölluð FLN ( Front de Liberation Nationale á frönsku). Hún stóð fyrir skæruliðaárásum á frönsku nýlendustjórnina. Frakkar sem bjuggu í Alsír voru mikið á móti sjálfstæði landsins. Því skipulögðu þeir samtökin OAS ( Organisation de l’armée Secrete – Samtök leynihersins) sem gerði árásir á FLN. Hermenn voru líka sendir frá Frakklandi til að berjast við FLN. Stríðið kostaði franska ríkið mikið fé og hjá Sameinuðu þjóðunum og í mörgum einstökum löndum var talið rangt af Frökkum að ríghalda í Alsír. Franskir stjórnmálamenn, undir forustu Charles de Gaulle, forseta landsins, ákváðu því að láta undan kröfum FLN um fullt sjálfstæði. Í upphafi sjöunda áratugarins fóru fram friðarviðræður milli franskra stjórnvalda og FLN. Þegar Alsír fékk sjálfstæði árið 1962 hafði stríðið kostað um milljón mannslíf og margir franskir íbúar í landinu flúðu þaðan. Leiðirnar til sjálfstæðis Í Alsír háðu Frakkar blóðuga bardaga við sjálfstæðishreyfingu landsins. En frelsisþróunin var ekki alls staðar svona blóðug. Í Indlandi og Ghana var hún til dæmis að mestu leyti friðsamleg. En í Suður-Afríku tók hvíti minnihlutinn í landinu völdin og innleiddi kynþáttaaðskilnað. Hvers vegna varð frelsisþróun nýlendnanna svona margvísleg? Sjálfstæði Alsírs Frá 1954 til 1962 börðust Alsírbúar við nýlenduherrana. Meira en milljón Frakka hafði sest að í landinu, sem hafði verið frönsk nýlenda síðan um miðja 19. öld. Margir þeirra litu á Alsír sem hluta af Frakklandi og reyndu að gera Alsírbúa franska með því að fá þá til að tileinka sér frönsku og franska menningu. En Alsírbúar vildu ekki verða franskir. Til að þvinga Frakka út úr landinu skipulögðu Alsírbúar Þjóðfrelsis- Frakkar á flótta undan ófriði í Alsír.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=