Frelsi og velferð

a 96 FRELSI OG VELFERÐ : Sjálfstæðisbarátta í nýlendunum þeirri fyrstu og haldið áfram í réttri tímaröð. 8 Árið 2007 héldu Ghanamenn upp á sjálfstæðisafmæli landsins. Farið inn á vefsíðu 50 ára afmælishátíðar Ghana: www.ghana50.gov.gh . Hvernig líta þeir nú til baka? Hvers vegna er mikilvægt fyrir þá að halda upp á sjálfstæðisafmæli? 9 Hugsið ykkur að þið séuð ung í Ghana þegar landið varð sjálfstætt árið 1957. Hvað upplifið þið? Skrifið blaðagrein sem er ætluð til að skýra fyrir íslenskum unglingum hvað gerðist. Heimildavinna 10 Lesið tilvitnunina í stefnuskrá CPP á bls. 94. a Berið hana saman við 1. grein stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna á bls. 6. Sjáið þið eitthvað líkt með textunum tveimur? b Er hægt að nota þessa texta sem heimildir um eitthvað á tímanum eftir síðari heimsstyrjöld? Finnið svar 1 Hvernig hafði þjóðernishyggja nýlendubúa áhrif á sjálfstæðisþróun nýlendnanna? 2 Hvers vegna varð erfitt fyrir Evrópuríki að halda nýlendum sínum eftir síðari heimsstyrjöldina? 3 Hvernig lýsið þið vonum fólks í fyrrverandi nýlendum eftir að þær voru orðnar að sjálfstæðum ríkjum? 4 Hvernig kom umheimurinn fram við nýju sjálfstæðu ríkin? Umræðuefni 5 Hver haldið þið að hafi verið mikilvægasta orsök þess að nýlendurnar urðu sjálfstæð ríki? 6 Hvaða land er yngsta sjálfstæða ríki heims nú? Hver er staðan í því landi – ríkir þar friður eða geisar stríð? Viðfangsefni 7 Skoðið landakortið á bls. 94. Skrifið lista sem sýnir hvenær einstakar nýlendur urðu sjálfstæðar. Byrjið á Kjarni * Þjóðernishyggja og óánægja í nýlendunum eftir síðari heimsstyrjöld gerðu erfitt fyrir ríki Evrópu að halda þeim. Nýlenduveldi höfðu ekki heldur efni á að stjórna nýlendum. Þar á ofan fannst mörgum Evrópumönnum siðferðilega rangt að eiga nýlendur. * Nýlendubúar höfðu miklar vonir um aukna velmegun eftir að lönd þeirra urðu sjálfstæð. Þessar vonir rættust að hluta til á sjötta og sjöunda tug aldarinnar en mörgum íbúum fyrrverandi nýlendna fannst þróunin ganga allt of hægt. Í því skyni að koma sameiginlegum málum sínum fram stofnuðu nýfrjálsu ríkin Samtök hlutlausra ríkja. Þjóðflokkur er hópur fólks sem finnst það búa við sömu menningu, hefur sama tungumál og siði. Stjórnskipulegur er að vera löglegur eða í samræmi við stjórnskipun eða að stjórnarskrá, er samkvæmt stjórnskipunarreglum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=