Frelsi og velferð

a FRELSI OG VELFERÐ : Sjálfstæðisbarátta í nýlendunum 95 af óæðri kynstofni og gætu ekki stjórnað sér sjálfir. En verk nasista í síðari heimsstyrjöldinni höfðu sýnt til hvers konar grimmdarverka slíkur hugsunarháttur gat leitt. Bjartsýni Mikil ánægja ríkti í nýlendunum þegar þær fengu frelsi. Eftir meira en aldarlanga útlenda stjórn átti fólk nú loks að fá að stjórna sér sjálft. Til þess að létta fyrrum nýlendum þetta verkefni voru þeim veitt mikil erlend lán og þangað voru sendir alls konar hjálparstarfsmenn. Margir fyrrum nýlendubúar höfðu því miklar vonir um efnahagsframfarir, velferð og velmegun. Að nokkru leyti urðu þessar vonir að veruleika á sjötta og sjöunda tug aldarinnar en mörgum fannst þróunin ganga of hægt. Margar útflutningsvörur nýlendubúa voru ódýrar og aðgangur að mörkuðum í Bandaríkjunum og Evrópu var takmarkaður. Til að koma sameiginlegum hagsmunamálum sínum áleiðis stofnuðu þau samtök sem voru kölluð „Samtök hlutlausra ríkja“. Margar fyrrverandi nýlendur vildu ekki velja á milli deiluaðila í kalda stríðinu en kusu fremur að vera í stöðu þar sem hugsanlegt væri að hafa áhrif bæði í austri og vestri. að græða á þeim og skiluðu litlu af gróðanum til íbúanna. Afleiðingin var mikil fátækt. Íbúarnir sannreyndu líka að á þá var ekki hlustað. Nýlenduveldin réðu öllu og þeir sem ekki hlýddu voru handteknir. Þó fengu nokkrir innfæddir tækifæri til að komast til Evrópu og mennta sig þar. Þeir komu til baka með evrópskar hugmyndir um þjóðfrelsi og lýðræði. Mörgum nýlendubúum sem heyrðu um þessar hugmyndir fannst að þær ættu vel við hjá þeim. Þeir skipulögðu frelsishreyfingar og börðust fyrir sjálfstæði í löndum sínum. Eftir báðar heimsstyrjaldirnar fengu frelsishreyfingar sterkari trú á að þær gætu sigrað. Hermenn frá mörgum nýlendum, Indlandi, Indókína (Víetnam, Laos, Kambódíu o.fl. ) höfðu barist í herjum nýlenduherranna. Það kom mörgum nýlendubúum á þá skoðun að þeir væru alveg eins dugmiklir og Evrópumenn. Þar að auki fannst mörgum í nýlendunum að þeir ættu að fá eitthvað í staðinn fyrir stuðning sinn við nýlenduveldin. Ný verkefni í Evrópu Eftir síðari heimsstyrjöldina var efnahagslíf Evrópu lamað. Mörg Evrópuríki höfðu eytt óhemjumiklu fé í vígbúnað. Víða hafði orðið gífur- legur skaði á mannvirkjum. Milljónir manna höfðu látið lífið. Sumar nýlendur gáfu lítið af sér miðað við kostnað og töldu nýlenduveldi Evrópu sig því ekki hafa ráð á að halda þær lengur. Mikilvægara þótti að endurreisa Evrópu eftir stríðið. Mörgum Evrópubúum fannst þar að auki siðferðilega rangt að hafa nýlendur. Á 19. öld hafði nýlendupólitík verið réttlætt með því að íbúar nýlendnanna væru Fáni Indónesíu dreginn að húni eftir að lýst hafði verið yfir sjálfstæði landsins árið 1949. Upprunalega var dreginn upp fáni sem sjálf forsetafrúin, Fatmawati, kona Sukarno forseta, hafði saumað. En síðan 1968 hefur annað flagg verið notað til að koma í veg fyrir að upprunalegi fáninn verði fyrir skemmdum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=