Frelsi og velferð

a FRELSI OG VELFERÐ : Friður á jörð 93 Sjálfstæðis- barátta í nýlendunum „Fyrst láta þeir eins og við séum ekki til. Svo hlæja þeir að okkur. Svo berjast þeir við okkur. Svo sigrum við.“ Þetta sagði Indverjinn Mahatma Gandhi sem barðist fyrir sjálfstæði Indlands á fyrri hluta 20. aldar. Mörg Evrópuríki, einkum Bretland, Frakkland, Holland, Belgía og Portúgal, höfðu lengi stundað það að gera lönd í Asíu, Afríku og Mið-Austurlöndum að nýlendum sínum. En eftir síðari heims- styrjöldina urðu nýlendurnar að sjálf- stæðum ríkjum. Hvernig gerðist það? Og hvaða verkefni mættu nýfrjálsu ríkjunum? Markmið * Kynna dæmi um sjálfstæðisþróun í nýlendum. Orða orsakir og afleiðingar hennar. * Leita að heimildum, velja þær, meta sjálfstætt og sýna hvernig ólíkar heimildir geta sagt söguna á ólíkan hátt.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=