Frelsi og velferð

b 90 FRELSI OG VELFERÐ : Deilur í Mið-Austurlöndum Viðfangsefni 36 Beitið leitartækni á netinu til að komast að því hvað „heilagt stríð“ ( holy war, hellig krig, jihad, ds jihad ) merkir. 37 Skrifið blaðagrein þar sem þið leggið fram tillögur um hvernig eigi að leysa deilur Vesturlanda og Mið- Austurlanda. Heimildavinna 38 Lesið klausuna úr ræðu Georges W. Bush á bls. 88. a Hvað haldið þið að Bush meini þegar hann segir: „Sérhvert merki um veikleika eða undanhald eykur einfaldlega gildi hryðjuverka ofbeldisins“? b Hvað heldurðu að Bush eigi við þegar hann talar um hryðjuverk? c Er hægt að nota þessi orð sem heimild um utanríkisstefnu Bandaríkjanna á valdatíma Bush? Hvers vegna? Hvers vegna ekki? d Með hvaða aðferðum er hægt að berjast gegn hryðjuverkum? 39 Búðu til fréttaskýringu um flóttafólk, hvaðan það kemur, hvert það er að fara, hvernig það kemst þangað og hvers vegna það flýr aðstæður í heimalandi sínu. Finnið svar 22 Hvers konar stjórn fékk Íran eftir byltinguna 1979? 23 Hvers vegna réðust Bandaríkjamenn á Írak árið 1990? 24 Hverjar urðu afleiðingar Flóabardaga fyrir sambandið á milli Vesturlanda og arabalandanna? 25 Hver eru helstu einkenni Al Kaída? 26 Hvaða áhrif hafa styrjaldirnar undir forustu Bandaríkjamanna í Mið- Austurlöndum haft á samskipti Bandaríkjanna og annarra Vesturlanda annars vegar og Mið- Austurlanda hins vegar? Umræðuefni 27 Hvers vegna kveikti Mohammad Bouazizi í sér? 28 Hvað er arabíska vorið? 29 Hvers vegna léku samfélagsmiðlar svo stórt hlutverk í arabíska vorinu? 30 Hvernig stækkaði hið svokallaða íslamska ríki (ISIS)? 31 Eftir 11. september 2001 hafa mörg ríki sett strangari reglur um eftirlit í flugstöðvum. Merkir þetta að hryðjuverkamenn hafi unnið sigur? Hvers vegna? Hvers vegna ekki? 32 Hvernig er hægt að nota söguna til að leysa deiluna á milli Bandaríkjanna og ríkja Mið-Austurlanda? 33 Hafa árásirnar á Afganistan og Írak leitt til þess að dregið hafi úr hryðjuverkum? 34 Stafar ófriðurinn í Mið-Austurlöndum af trúarástæðum eða einhverju öðru? 35 Hvert er yfirráðasvæði hins svokallaða íslamska ríkis (ISIS) nú á dögum?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=