Frelsi og velferð

b FRELSI OG VELFERÐ : Deilur í Mið-Austurlöndum 89 NÆRM Y N D Flóttafólk Meira en 65 milljónir manna eru á flótta í heiminum vegna stríðsástands eða slæmra lífskjara. Yfirleitt flýr fólk til nágrannaríkja en oft reynir það að freista gæfunnar í annarri heimsálfu, eins og Evrópu. Meirihluti flóttamanna hefur komið í gegnum Grikkland, Ítalíu og Spán og dvelst þar í flóttamannabúðum. Samkvæmt reglugerð Evrópusambandsins, sem nefnist Dyflinnarreglugerðin , skal það land sem fólk kemur fyrst til bera ábyrgð á því. Það verður til þess að margir sem sækja um hæli til dæmis á Íslandi eru sendir til baka til þess lands sem þeir kom fyrst til. Árið 2011 einkenndist af mótmælum, átökum og miklum sviptingum í norðurhluta Afríku og Mið-Austurlöndum. Mótmælin hófust í Túnis, en breiddust út til Egyptalands, Alsírs, Líbíu, Marokkó, Sýrlands, Jemens, Bareins og fleiri landa. Átökin má rekja til óska um aukið lýðræði, mannréttindi og betri lífskjör í löndum sem hafa einkennst af kúgun.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=