Frelsi og velferð

b 88 FRELSI OG VELFERÐ : Deilur í Mið-Austurlöndum mótmælendur því að stjórnvöld gátu ekki stýrt umræðunni eins og var gert með fréttamiðlana í landinu. Innan við mánuð frá dauða Bouazizi, eða þann 14. janúar 2011, var einræðisherrann Zine al-Abidine Ben Ali sendur í útlegð og ný lýðræðislega kjörin ríkisstjórn komst til valda. Árið 2014 var síðan ný stjórnarskrá samþykkt í landinu. Bergmál mótmælanna í Túnis heyrðist um stóran hluta Mið- Austurlanda og nærliggjandi einræðisherrar tóku að hræðast um vald sitt. „Arabíska vorið“ hófst formlega í þessum janúarmánuði árið 2011 en nafnið er tilvísun í lýðræðisbyltingar í Evrópu árið 1848. Í Egyptalandi var einræðisherranum Hosni Mubarak steypt af stóli og lýðræðisstjórn komið á. Í Líbíu hófst borgarastríð og einræðisherrann Muammar Gaddafi var drepinn. Í Sýrlandi hófst langt og flókið borgarastríð á milli einræðisherrans Bashar al-Assad og fjölda uppreisnarhópa, með afskiptum og stuðningi stórvelda heimsins. Í sumum ríkjum sem upplifðu arabíska vorið var lýðræði komið á og lífsgæði bötnuðu heilmikið, til dæmis í upphafsríkinu Túnis. En í öðum urðu lífsgæði verri og í kjölfarið þurfti fólk að flýja land vegna stríðsástands, til dæmis í Sýrlandi. Arabíska vorið Í desembermánuði árið 2010 reyndi 26 ára atvinnulaus maður, Mohamed Bouazizi, í heimalandi sínu í Túnis, að draga fram lífið með því að selja ávexti og grænmeti á götunni. Hann var stöðvaður af yfirvöldum og vörur hans gerðar upptækar vegna þess að hann hafði ekki söluleyfi frá yfirvöldum. Bouazizi varð mjög reiður út í stjórnvöld vegna vonleysisins sem hann upplifði og það endaði með því að hann kveikti í sjálfum sér. Það sem Bouazizi og stjórnvöld í Túnis sáu ekki fyrir var að með þessu hrinti hann af stað mótmælahrinu fólks sem tengdi við hann, því að stór hluti ungs fólks var einmitt í þessari stöðu. Fólk mótmælti háu atvinnuleysi, hárri verðbólgu, skertu tjáningarfrelsi og spillingu í þessu alræðisríki sem Túnis var. Þarna var í fyrsta sinn notast við samfélagsmiðla, nokkuð sem eldra fólk kunni ekki á og notaði ekki, til þess að skipuleggja mótmæli og eiga samskipti. Facebook og Twitter voru hinn fullkomni vettvangur fyrir Mohamed Bouazizi, brenndi sjálfan sig til dauða til að mótmæla stjórnvöldum, samfélagsþróuninni og eigin lífskjörum. Margir Túnismenn áttu auðvelt með að setja sig í spor Bouazizis og könnuðust við ástandið af eigin raun. Þetta varð þannig kveikjan að uppreisn sem hefur verið kölluð arabíska vorið. Hér heldur móðir Mohameds á veggspjaldi af honum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=