Frelsi og velferð

a FRELSI OG VELFERÐ : Friður á jörð . . . 7 Á þeim tíma fannst Evrópubúum að þeir ættu rétt á að ráða yfir öðrum þjóðum vegna þess að þeir byggju við æðri menningu eða af því að þeir væru af æðri kynþætti. Eftir síðari heimsstyrjöld var erfitt að verja slíkar skoðanir. Mannréttindin sem Sameinuðu þjóðirnar vildu tryggja hlutu líka að eiga að ná til íbúa í nýlendunum. Hvernig átti að tryggja þeim rétt til að taka þátt í pólitískri stjórn landa sinna í frjálsum kosningum meðan útlend ríki stjórnuðu þeim? Hvað átti að verða um Palestínu? Eitt erfiðasta viðfangsefni Sameinuðu þjóðanna var stjórn Palestínu. Síðan í fyrri heimsstyrjöld höfðu Bretar stjórnað landinu. Íbúarnir voru arabar og gyðingar sem áttu í sífelldum ófriði. Gyðingar vildu stofna sitt eigið ríki sem gæti orðið athvarf allra gyðinga sem höfðu flúið frá ýmsum ríkjum Evrópu. Þeir töldu uppruna sinn vera í Palestínu og því væri eðlilegt að ríki þeirra yrði þar. En arabarnir voru fleiri og þeir litu á Palestínu sem land sitt. Sameinuðu þjóðirnar urðu að miðla málum og finna lausn á vandanum. Hvað átti að verða um nýlendurnar? Árið 1945 átti helmingur mannkynsins heima í löndum sem var stjórnað af útlendum ríkjum, þ.e. í nýlendum. Ástæða þess var sú að fyrir fyrri heimsstyrjöldina höfðu Evrópuríki lagt lönd í öðrum heimshlutum undir sig. Mannréttindi Þessi nýju samtök höfðu mörg verkefni til að takast á við. Síðari heimsstyrjöldin hafði haft mikla eyðileggingu í för með sér og margt fólk vantaði húsaskjól, mat og lyf. Milljónir manna höfðu flúið heimaland sitt og þurftu vernd. Sameinuðu þjóðirnar þurftu því frá upphafi að takast á við mikið mannúðarstarf. Styrjöldin hafði einnig leitt í ljós hve illa gat farið ef valdhafar litu á annað fólk sem óverðugra en þeir voru sjálfir. Í Þýskalandi höfðu nasistar drepið meira en sex milljónir manna aðeins vegna þess að fólkið tilheyrði ákveðnum „kynþætti“. Þetta var ástæða þess að Sameinuðu þjóðirnar tóku sér frá upphafi fyrir hendur að tryggja almenn mannréttindi. Árið 1948 samþykkti allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna yfirlýsingu um mannréttindi þar sem skilgreint er nákvæmlega hvaða réttindi hver einasta manneskja eigi að hafa. Meðal mikilvægustu réttinda er rétturinn til lífs, frelsis, öryggis, tjáningarfrelsis og rétturinn til að eiga aðild að stjórn ríkisins með því að taka þátt í frjálsum kosningum. Mannúðarstarf : starf sem er unnið til þess að bjarga mannslífum, milda þjáningar og vernda fólk sem er í hættu. Bretland Sambandsríki Bretlands Frakkland Portúgal Spánn Holland Belgía Bandaríkin

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=