Frelsi og velferð

b FRELSI OG VELFERÐ : Deilur í Mið-Austurlöndum 87 Samtökin nýttu sér borgarastríðið í Sýrlandi og viðkvæmt lýðræði og ósætti Íraka með Bandaríkin til þess að stækka yfirráðasvæði sitt og fjölga hermönnum. Á árunum 2015–2017 voru gerðar fjölmargar hryðjuverkaárásir víðs vegar um Evrópu í nafni hins svokallaða íslamska ríkis þar sem lokatakmarkið var heimsyfirráð. Í Frakklandi voru gerðar 18 árásir á tímabilinu. Þær mannskæðustu urðu í París í nóvember 2015 þegar skotárás var gerð á tón- leikum með þeim afleiðingum að 130 létust og 413 særðust og svo í Nice í júlí 2016 þegar bíl var ekið inn í mannfjölda þar sem 86 létust og 458 særðust. Árið 2018 fór þó að halla undan fæti hjá samtökunum eftir að herir fjölmargra þjóða heimsins hófu að þrengja að þeim og misstu þau nánast allt yfirráðasvæði sitt í ársbyrjun 2019. Styrjaldir Banda- ríkjamanna í Mið-Austurlöndum hafa reitt marga til reiði í þeim löndum. Mörgum finnst að íslamskir bókstafstrúarmenn séu þeir einu sem rísi upp til varnar. Þannig hefur íslam styrkst sem sameiginleg vörn gegn Vesturlöndum. Hið svokallaða íslamska ríki ISIS reyndi að fá sem flesta til liðs við sig. Tilgangur hryðjuverkaárásanna í Evrópu var meðal annars að einangra múslima í Evrópu þannig að þeir vildu ganga til liðs við sam- tökin. Fáni ISIS er með með innsigli Múhameðs. Efri línan vísar í trúarjátningu múslima: „Það er enginn guð nema Allah“ og hvíta merkið vísar til innsiglis Múhameðs og textans „Múhameð er sendiboði Allah“.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=