Frelsi og velferð

b 86 FRELSI OG VELFERÐ : Deilur í Mið-Austurlöndum Hryðjuverkaógn á Vesturlöndum Þann 11. september 2001 rændu íslamskir bókstafstrúarmenn fjórum bandarískum farþegaflugvélum. Ein vélin féll til jarðar, tveimur flugvélanna var flogið á World Trade Center í New York og einni á varnarmálaráðuneytið, Pentagon. Um þrjú þúsund manns týndu lífi í árásunum. Þetta varð upphafið að hryðju- verkaógn á Vesturlöndum þar sem hryðjuverkasamtökin Al-Kaída lýstu yfir ábyrgð á árásinni ásamt öðrum hryðjuverkum sem fylgdu síðar, til dæmis í Madríd árið 2004 og London árið 2005. Al-Kaída lýsti þannig yfir heilögu stríði á hendur Vesturlöndum og sérstaklega gegn Bandaríkjunum sem flestir litu á sem leiðtoga og fyrirmynd Vesturlanda og vestrænna gilda á þessum tíma. Í kjölfar árásarinnar árið 2001 fóru Bandaríkin að skipta sér í æ meiri mæli af í Mið- Austurlöndum. Það setti aðeins olíu á haturseld bókstafstrúarmanna í Mið-Austurlöndum. Ári eftir árásina 11. september sagði forseti Banda- ríkjanna, George W. Bush: „Það verður ekki saminn friður við hryðjuverkamenn. Sérhvert merki um veikleika eða undanhald eykur einfaldlega gildi hryðjuverka ofbeldisins og býður heim enn meira ofbeldi fyrir allar þjóðir. Eina örugga leiðin til að vernda okkar fólk er að bregðast við hratt og örugglega og með sameinuðum kröftum.“ Studdir af Öryggisráði Sameinuðu Þjóðanna réðust Bandaríkjamenn inn í Afganistan árið 2001 og árið 2003 réðist bandaríski herinn inn í Írak undir því yfirskyni að einræðisherra landsins Saddam Hussein byggi yfir gereyðingarvopnum og styddi við hryðjuverkamenn. Eftir stutt stríð var Hussein og stjórn hans fjarlægð og ný stjórn kosin til valda með lýðræðislegri hætti en áður. Gereyðingarvopnin fundust hins vegar ekki. Styrjaldir Bandaríkjamanna í Mið- Austurlöndum og dauði leiðtoga samtakanna, Osama bin-Laden , leiddu svo á endanum til þess að Al-Kaída samtökin misstu fyrri styrk sinn og hurfu í skuggann af enn stærri og ógnvænlegri samtökum sem kenndu sig við hið svokallaða íslamska ríki (oft þekkt sem ISIS eða The Islamic State of Iraq and Syria ). Osama bin Laden (1957–2011) óx upp í auðugri fjölskyldu í Sádi-Arabíu. Á níunda áratug aldarinnar tók hann þátt í andspyrnu múslima gegn innrás Sovétríkjanna í Afganistan. Á síðasta tug 20. aldar stofnaði hann samtökin Al Kaída. Árið 2011 fundu bandarískir sérsveitarmenn hann í Pakistan og skutu hann á staðnum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=