Frelsi og velferð

b FRELSI OG VELFERÐ : Deilur í Mið-Austurlöndum 85 Flóabardagi Árið 1990 réðust Írakar á nágranna- ríkið Kúveit. Það var réttlætt þannig að eiginlega væri Kúveit hluti af Írak og þess vegna tilheyrði Írak mikill olíuauður sem Kúveit réð yfir. Vesturlönd undir forustu Bandaríkjanna héldu því hins vegar fram að árásin væri brot á þjóðarétti og þau svöruðu í sömu mynt. Stríðið var kennt við Persaflóa og kallað Flóabardagi á íslensku. Styrjöldin leiddi til aukins fjand- skapar við Vesturlönd, sérstaklega Bandaríkin. Margir arabar hugsuðu: „Vesturlönd grípa inn í þegar hagsmunum þeirra sjálfra er ógnað en þau gera ekkert til að bæta stöðu Palestínumanna.“ Að baki lá sú hugsun að Bandaríkjamenn gripu bara inn í til að afla sér aðgangs að olíu. Leiðtogi Íraka, Saddam Hussein, reyndi að magna upp óánægju araba í því skyni að fá önnur arabaríki til að sameinast gegn Vesturlöndum og Bandaríkjunum. Hann sagðist meðal annars vera fús til að flytja lið sitt út úr Kúveit ef Ísraelsmenn gerðu það sama á landsvæðum sem þeir hefðu hernumið. Fyrir þetta varð Hussein vinsæll sums staðar í arabalöndum, einkum í Palestínu. Saddam Hussein hélt stöðu sinni sem forseti Írak eftir Flóastríðið og hélt áfram að grafa undan trausti Mið-Austurlandabúa á Vesturlöndum og sér í lagi Bandaríkjanna. Með innrás Vesturlanda í Írak 1990 var taflinu stillt upp fyrir hryðjuverkaógn næstu ára. ÍRAN OMAN JEMEN KÚVEIT SÁDI- ARABÍA ÍRAK Kaspía- haf Persa- flói Arabíuhaf QUATAR BAHRAIN SAMEINUÐU ARABÍSKU FURSTADÆMIN M a t r 1 0 _ h i s t 0 4 _ 1 1 Styrjöldin er kölluð Flóabardagi af því að hún var háð við Persaflóa, á milli Sádi-Arabíu og Íran. Forseti og einræðis- herra Írak, Saddam Hussein, lét meðal annars búa til styttur af sér og hér sést hann prýða peningaseðil í Írak. Palestína er ríki sem var stofnað árið 1988 í útlegð af tvennum samtökum Palestínumanna, Frelsissamtökum Palestínu (PLO) og Þjóðarráði Palestínumanna (PNC) með Sjálfstæðisyfirlýsingu Palestínu. Ísland varð fyrsta land í Norður-Evrópu að viðurkenna Palestínuríki 29. nóvember 2011. Hér má sjá fána Palestínu.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=