Frelsi og velferð

b FRELSI OG VELFERÐ : Deilur í Mið-Austurlöndum 83 Viðfangsefni 18 Berið saman landakortin af Mið- Austurlöndum (á bls. 74, 79 og 85). Hvað hefur landakort fram yfir texta sem heimild? Þjálfið hugann 19 Eitt á ekki heima hér: a Ísrael, Egyptaland, Bretland, Noregur. b Hamas, Rabin, Arafat, Óslóar- samningurinn. c Gaza, Vesturbakkinn, Jerúsalem, Sinaiskagi. Heimildavinna 20 Lesið á bls. 81 tillögu Kofis Annan um skilgreiningu á hryðjuverki. a Hver er samkvæmt henni munurinn á stríði og hryðjuverkum? b Er eitthvað vafasamt í skilgreiningunni? Ef það er, hvað? 21 Útskýrið bókstafstrú í eigin orðum eins og upphafleg merking orðsins var. Hvernig er bókstafstrú útskýrð nú á dögum og nefnið nokkur dæmi úr okkar samtíma. Finnið svar 10 Hvað gerðist í Súesdeilunni 1956? 11 Hver urðu úrslit sex daga stríðsins 1967? 12 Hvers vegna lauk jom kippur-stríðinu með vopnahléi? 13 Fyrir hvað stendur skammstöfunin PLO? 14 Hvers vegna varð alþjóðasamfélagið gagnrýnið á Ísrael á níunda áratug 20. aldar? 15 Hver voru meginatriði Óslóar- samningsins? Umræðuefni 16 Voru árásir PLO í Ísrael frelsisbarátta eða hryðjuverk? 17 Hvort voru aðgerðir Bandaríkjanna og Sovétríkjanna í Mið-Austurlöndum meira til góðs eða ills? Kjarni * Í sex daga stríðinu 1967 hernam Ísrael Sinaiskaga, Gazaströndina, Vesturbakkann, Gólanhæðir og Súesskurðinn. Árið 1973 gerðu Egyptar óvænta árás á Ísrael til að ná löndum sínum til baka (jom kippur- stríðið). Bardagar voru harðir en fyrirætlun Egypta mistókst. * Átökin á milli Ísraelsmanna og Palestínubúa héldu áfram á sjöunda, áttunda og níunda tug aldarinnar. PLO, frelsishreyfing Palestínumanna, gerði árásir í Ísrael og Ísraelsher gerði stórárásir á PLO. * Í ágúst 1993 gerðu Ísrael og PLO með sér samning sem átti að leiða til þess að Palestínumenn fengju sjálfstjórn á Vesturbakkanum og Gazaströndinni. Ísrael og PLO viðurkenndu hvort annað og PLO afneitaði hryðjuverkum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=