Frelsi og velferð

b 82 FRELSI OG VELFERÐ : Deilur í Mið-Austurlöndum Samningurinn vakti mikil fagnaðar- læti meðal flestra Ísraelsmanna og Palestínubúa. Í öðrum löndum vonuðu margir að loks kæmist á friður í Mið-Austurlöndum. En það átti ekki eftir að fara þannig. Ofsatrúaðir gyðingar héldu því fram að Ísraelsstjórn hefði afsalað sér landi sem Guð sjálfur hefði úthlutað þeim. Árið 1994 drap trúarofstækismaður af gyðingauppruna 29 múslima þar sem þeir voru að biðjast fyrir í Hebron. Trúarofstækismenn meðal múslima töldu líka að Arafat hefði látið of mikið undan og Hamas og önnur róttæk samtök Palestínumanna frömdu sjálfsvígsárásir í Ísrael. Óslóarsamningurinn Í ágúst 1993 urðu PLO og Ísraelsmenn loks sammála um samning sem átti að veita Palestínumönnum sjálfstjórn á Vesturbakkanum og Gazaströndinni. PLO og Ísrael viðurkenndu tilverurétt hvort annars og PLO afneitaði hryðju- verkum. Frestað var að komast að niður- stöðu um erfiðustu ágreiningsefnin, svo sem þau hvort Palestínumenn ættu að fá að stofna eigið ríki, hver ætti að fá Jerúsalem og hvað ætti að verða um byggðir sem Ísraelsmenn höfðu komið sér upp á Vesturbakkanum. Það varð auðveldara fyrir Ísraels- menn að semja við PLO af því að sam- tökin höfðu orðið hófsamari. Á sama tíma urðu ríkisstjórnarskipti í Ísrael. Nýr forsætisráðherra, Yitzhak Rabin úr Verkamannaflokki Ísraels, hafði frið- samlegri afstöðu til Palestínumanna en fyrirrennari hans. Loks var kalda stríðið gengið yfir. Bandaríkin voru voldugri en nokkru sinni fyrr og notuðu vald sitt til að þvinga Ísraelsmenn og Palestínubúa til að tala saman og leysa ágreiningsmál sín. Samningurinn var undirritaður í Washington af Rabin og Arafat en hann var nefndur Óslóarsamningurinn af því að hann var gerður eftir mánaðalangar leynilegar viðræður í Ósló. NÆRM Y N D Bókstafstrú Til að skilja samtímann er nauðsynlegt að vita hvað felst í því sem er kallað bókstafstrú eða fundamentalismi. Upphaflega var orðið notað um hóp amerískra guðfræðinga sem héldu því fram að það ætti að skilja Biblíuna bókstaflega. Þeir voru andvígir þeirri textatúlkun sem var þá að ryðja sér til rúms og vildu lesa orð Biblíunnar „eins og þau koma fyrir“, án þess að taka mið af sagnfræðilegum og vísindalegum aðferðum. En þessi hópur bókstafstrúarmanna – sem hreyfingin dregur nafn sitt af – er ekki meðal þess sem við tengjum við bókstafstrú nú á dögum. Á okkar dögum er hugtakið bókstafstrú notað um ofstæki sem einkennist af ómálefnalegri afstöðu og viljaleysi til að skilja og virða fólk sem hugsar öðruvísi. Orðið bókstafstrú er líka notað um öfgastefnur, um pólitíska eða trúarlega hópa sem eru í andstöðu við umhverfi sitt og geta gripið til ofbeldis og hryðjuverka til að hafa sitt fram. Hugtakið bókstafstrú er þannig notað um marga ólíka hópa og er mjög neikvætt. Áður fyrr var bókstafstrú svar við því að trú var ekki lengur ríkjandi afl í vísindum, stjórnmálum eða heimilislífi. Yitzhak Rabin og Yasir Arafat takast í hendur eftir að hafa undirritað friðarsamning Ísraels og PLO í Washington 13. september 1993. Á milli þeirra stendur Bill Clinton Bandaríkjaforseti. Rabin trúði því að eina leiðin til að gera Ísrael að öruggum stað væri að gera friðarsamning við Palestínumenn. Rabin var síðar skotinn í bakið af ofsatrúuðum gyðingi og fljótlega hófust ofbeldisverk á milli Ísraels og Palestínu aftur.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=