Frelsi og velferð

b FRELSI OG VELFERÐ : Deilur í Mið-Austurlöndum 81 stórárás á PLO, sem hafði þá aðalbæki- stöðvar sínar í Líbanon, og þvingaði samtökin til að hverfa úr landinu. Mesta andúð út um heim vöktu fjöldamorð Ísraelsmanna í tvennum flóttamannabúðum Palestínumanna í september 1982. Hópur kristinna vígamanna drap hundruð manna í búðunum Sabra og Chatilla í Líbanon. Ísraelsmenn urðu að taka ábyrgð á morðunum af því að þeir réðu yfir svæðinu þar sem flóttamannabúðirnar voru. Í mörgum löndum fannst fólki þetta sýna að ekki aðeins Palestínumenn heldur einnig Ísraelsmenn væru ofbeldissinnar. ellefu ísraelskir íþróttamenn. Morðin vöktu mikla andúð víðs vegar um heiminn og ollu því að Palestínumenn misstu þann litla stuðning sem þeir höfðu þrátt fyrir allt haft í Bandaríkjunum og Evrópu. Það varð til þess að PLO skipti enn um aðferð. Á níunda áratugnum reyndu þeir meira að ná markmiðum sínum með friðsamlegum aðgerðum. Í staðinn fyrir að drepa saklaust fólk í Ísrael skipulögðu þeir kröfugöngur og verk- föll á hernumdu svæðunum. Ísraels- menn svöruðu með útgöngubönnum, handtökum og árásum á þá einstakl- inga sem voru taldir standa á bak við árásirnar. Afleiðingin var sú að PLO fékk aukinn stuðning í öðrum löndum. Gagnrýni á Ísrael Það voru ekki aðeins hörð viðbrögð Ísraelsmanna við árásum Palestínu- manna sem fengu umheiminn til að snúast gegn þeim. Árið 1982 ákváðu Ísraelsmenn að brjóta PLO á bak aftur í eitt skipti fyrir öll. Ísraelskur her gerði NÆRM Y N D Hryðjuverk Sameinuðu þjóðunum hefur ekki tekist að komast að samkomulagi um skilgreiningu á hryðjuverkum. En fyrrverandi framkvæmdastjóri þeirra, Kofi Annan, hefur stungið upp á skilgreiningu sem mörg ríki styðja: „Hryðjuverk er það þegar manneskja fremur, ólöglega en af ásettu ráði, verknað sem leiðir til dauða eða alvarlegs skaða á fólki eða verulegrar eyðileggingar á eignum, hvort sem þær eru opinberar eignir eða einkaeignir. Þar með teljast staðir sem almenningur fer um, opinberar byggingar, samgöngukerfi og hvers konar skipulagskerfi. Þegar eitthvað er aðhafst í því skyni að skaða íbúa lands eða þvinga ríkisstjórn eða stjórn fjölþjóðasamtaka til að gera eitthvað eða láta eitthvað ógert telst það vera hryðjuverk.“ Ekki ríkir alltaf samkomulag um hvað beri að kalla hryðjuverk. Dæmi þess eru sjálfsvígsárásir Palestínumanna í Ísrael. Í augum Palestínumanna eru þær frelsisbarátta, í augum Ísraelsmanna hryðjuverk. Hvað finnst ykkur?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=