Frelsi og velferð

b 80 FRELSI OG VELFERÐ : Deilur í Mið-Austurlöndum Frelsisbarátta Palestínu Árið 1964 stofnuðu Palestínumenn frelsishreyfinguna PLO ( Palestine Liberation Organisation ). Takmark þeirra var að eyða Ísraelsríki. Undir forystu Yassirs Arafat gerði PLO árásir í Ísrael. Þeir drápu Ísraelsmenn með sprengjum, sprengikúlum og byssum. Markmið þessara árása var oft að þvinga Ísraelsmenn til að láta lausa palestínska fanga og að vekja athygli heimsins. Þegar PLO náði ekki takmarki sínu skiptu samtökin um aðferð. Á áttunda tug aldarinnar byrjuðu þau að gera árásir í öðrum heimshlutum. Á ólympíuleikunum í München í Þýskalandi árið 1972 laumaðist lítill hópur Palestínumanna inn í ólympíuþorpið þar sem keppnislið Ísraels hélt til. Þeir drápu nokkra í liðinu en tóku aðra sem gísla. Eftir misheppnaða björgunartilraun voru allir gíslarnir drepnir ásamt þeim sem höfðu tekið þá í gíslingu. Samtals féllu herteknu landsvæðunum. Stríðið sem hófst með árás Egypta er kallað jom kippur- stríðið því að árásin var gerð 6. október sem bar þetta ár upp á helgidag gyðinga jom kippur . Orrustan var hörð og Ísraelsmenn létu undan í fyrstu. En smám saman fóru þeir að sækja á. Hersveitir þeirra fóru yfir Súesskurðinn og umkringdu Egypta. Stríðinu lauk þó með vopnahléi og Ísraelsmenn drógu sig til baka. Sovétríkin hótuðu að blanda sér í stríðið til að hjálpa aröbum, og Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti ályktun þar sem þess var krafist að Ísrael drægi sig til baka. Ísraelsmenn voru ófúsir til þess en Bandaríkjamenn þvinguðu þá til að hlýða ályktuninni. Alþjóðasamfélagið undir forustu Bandaríkjanna og Sovétríkjanna vildi forðast meiri háttar styrjöld. Samtímis jom kippur-stríðinu settu arabalönd aukinn þrýsting á Bandaríkin með því að hækka olíuverð og draga úr olíuframleiðslu. Það kom af stað olíukreppu. Þar sem Bandaríkin og önnur Vesturlönd voru háð innfluttri olíu til að halda uppi atvinnulífi sínu varð olíukreppan til þess að þau neyddust til leggja meira á sig til að leysa deiluna í Mið-Austurlöndum. Loks tókst Bandaríkjastjórn að þrýsta svo á Ísraelsmenn að þeir þoldu Egyptum að opna Súesskurðinn á ný og fá tekjur af honum. Jom kippur er dagur friðþæg- ingar í sið gyðinga en að frið- þægja er að bæta fyrir syndir sínar og fá fyrirgefningu. Yasir Arafat (1929–2004).

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=