Frelsi og velferð

b FRELSI OG VELFERÐ : Deilur í Mið-Austurlöndum 79 NÆRM Y N D Arabar þrýsta á Bandaríkjamenn Þetta voru mikil vonbrigði fyrir araba í Mið-Austurlöndum. Allt gekk öfugt við það sem þeir höfðu vonað. Í staðinn fyrir að vinna land af Ísraelsmönnum höfðu þeir tapað landi. Þó að Egyptar og fleiri arabaríki fengju vígbúnað og pólitískan stuðning frá Sovétríkjunum tókst þeim ekki að ná aftur hernumdu svæðunum. Vesturlönd og einkum Bandaríkin höfðu séð um að Ísraelsmenn skorti hvorki vopn né peninga, þótt þau veittu arabalöndum líka fjárstuðning. Var hugsanlegt að þrýsta svo á Bandaríkin að þau þvinguðu Ísrael til að gefa eftir? Það reyndu Egyptar undir forystu nýs leiðtoga, Anwars Sadat, árið 1973, þegar Egyptar gerðu skyndiárás á Ísrael. Egyptar vildu þrýsta á Bandaríkin að þvinga Ísrael til að skila Bandaríkin og Sovétríkin í Mið- Austurlöndum Vesturlönd, undir forustu Bandaríkjanna, studdu Ísrael með fé og vopnum, einnig nokkur olíuframleiðsluríki araba. Þessi ríki vildu hindra að kommúnismi festi rætur í Mið-Austurlöndum. Stuðningur Vesturlanda við Ísrael varð til þess að arabar litu ekki aðeins á Ísraelsmenn sem óvini heldur líka Bandaríkin og Vesturlönd öll. Hugmynd araba um fjandskap Vesturlanda styrktist enn við það að Vesturlandamenn fordæmdu ekki það sem arabar litu á sem yfirgang Ísraelsmanna. Á árunum upp úr 1950 höfðu margir arabar von um að geta lagt Ísraelsríki að velli. Eins og Bandaríkjamenn vildu breiða frjálshyggjuna út vildu Sovétmenn útbreiða kommúnisma í Mið-Austurlöndum. Þess vegna tóku þeir upp málstað araba. Gyðingar voru reknir úr öllum kommúnistaflokkum Austur-Evrópu og mörg arabaríki fengu hernaðaraðstoð, svo sem Egyptaland, Sýrland og Jórdanía. Mið-Austurlönd hafa verið og eru enn mikilvæg fyrir lönd um allan heim. Það stafar ekki aðeins af olíuauði í löndum eins og Sádi-Arabíu, Írak og Egyptalandi. Staður Mið-Austurlanda á milli austurs og vesturs gerir svæðið líka mikilvægt fyrir verslunarsambönd. ÍSRAEL Dauða- hafið EGYPTALAND Súesflói Súesskurður Sínaískagi SÝRLAND LÍBANON JÓRDANÍA VESTUR- BAKKINN GAZA GÓLAN HÆÐIR Jerúsalem Tel Aviv Beirút Ísrael eftir 1982 Svæði sem Ísraels- menn halda enn sem herteknum Svæði sem var skilað til baka til Egypta Sjálfstjórnarsvæði Palestínumanna 1993 SÁDI-ARABÍA aðgang Ísraelsmanna að Rauðahafi. En fljótlega kom í ljós að þar höfðu þeir gengið of langt. Ísraelsmenn réðust á Egyptaland, Jórdaníu og Sýrland og unnu yfirburðasigur í stríði sem stóð aðeins í sex daga. Þetta er kallað sex daga stríðið. Þá hernámu Ísraelsmenn Sínaískaga, Gazaströndina, Vesturbakkann, Gólanhæðir og Súesskurðinn. Nú var yfirráðasvæði Ísraels orðið stærra en nokkru sinni áður.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=