Frelsi og velferð

b 78 FRELSI OG VELFERÐ : Deilur í Mið-Austurlöndum Mið-Austurlönd í köldu stríði Risaveldin Bandaríkin og Sovétríkin blönduðu sér oft ásamt bandalagsríkjum sínum inn í deilurnar milli Ísraela og araba. Hvers vegna og hvernig gerðist það? Og hvað þýddi það fyrir Mið-Austurlönd, fyrir sambúð stórveldanna og fyrir arabaheiminn? Brostnar vonir Palestínumanna Árið 1956 varð Gamal Nasser leiðtogi Egyptalands. Hann tók sér fyrir hendur að sameina öll Mið-Austurlönd í baráttu gegn Ísrael. Þannig gaf hann Palestínumönnum nýja von um að ná hernumdu svæðunum til baka. Lengi hafði mörgum aröbum fundist þeir vera vanmáttugir af því að enginn arabískur þjóðarleiðtogi hélt uppi baráttu gegn Ísrael. Því urðu margir glaðir árið 1956 þegar Egyptar undir forystu Nassers tóku við stjórn Súesskurðarins. Það er 171 kílómetra langur skipaskurður gegnum Egyptaland sem tengir Miðjarðarhaf og Rauðahaf. Skurðurinn var mikilvægur fyrir viðskipti á svæðinu af því um hann fóru afar miklir vöruflutningar. Þeir sem sigldu í gegnum skurðinn urðu að greiða gjald svo að það var arðvænlegt að hafa stjórn á skurðinum. En það var ekki eina ástæðan til að Nasser hernam Súesskurðinn. Á sjötta áratug aldarinnar höfðu stuðningsmenn Ísraels, Frakkar og Bretar, starfrækt skurðinn. Með því að taka hann vonaðist Nasser til að geta bundið enda á áhrif Vesturlanda í Mið-Austurlöndum. Bretar, Frakkar og Ísraelsmenn réðust á Egyptaland og unnu Súesskurðinn á ný. En óttinn við meiri háttar stríð varð til þess að Bandaríkin og Sovétríkin þvinguðu þá til að draga sig til baka. Margir arabar litu á Nasser sem sigurvegara og gerðu hann að hetju. Ísraelsmenn, Bretar og Frakkar höfðu hins vegar verið auðmýktir. Sjálfstraust araba hafði aukist og árið 1967 lokuðu Egyptar fyrir Nasser hylltur eftir að hann hefur þjóðnýtt Súesskurðinn.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=