Frelsi og velferð

a 6 FRELSI OG VELFERÐ : Friður á jörð . . . Frumtexti sáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem var undirritaður í San Francisco, er varðveittur í þjóðskjalasafni Bandaríkjanna í Washington. Útdráttur úr sáttmála Sameinuðu þjóðanna „I. kafli. Markmið og grundvallarreglur. 1. grein Markmið hinna sameinuðu þjóða er: 1. að varðveita heimsfrið og öryggi og gera í því skyni virkar, sameiginlegar ráðstafanir til að koma í veg fyrir og eyða hættu á friðrofi og til að bæla niður árásaraðgerðir eða friðrof og á friðsamlegan hátt og í samræmi við grundvallarreglur réttvísi og þjóðaréttar koma á sættum eða lausn milliríkjadeilumála eða ástands, sem leiða kann til friðrofs. 2. að efla vinsamlega sambúð þjóða á milli, er byggð sé á virðingu fyrir grundvallaratriði jafnréttis og sjálfsákvörðunarréttar og að gera aðrar hæfilegar ráðstafanir til að styrkja alheimsfrið. 3. að koma á alþjóðasamvinnu um lausn alþjóðavandamála, fjárhagslegs, félagslegs, menningarlegs og mannúðarlegs eðlis, og að styrkja og stuðla að virðingu fyrir mannréttindum og grundvallarfrelsisréttindum allra án tillits til kynþáttar, kyns, tungu eða trúarbragða. 4. að vera miðstöð til samræmingar á aðgerðum þjóða til að ná þessu sameiginlega markmiði.“

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=