Frelsi og velferð

a FRELSI OG VELFERÐ : Deilur í Mið-Austurlöndum 77 Viðfangsefni 8 Farið inn á netsíðurnar www.http:// zion.is , www.island-israel.is og www. palestina.is a Hvað er líkt og hvað er ólíkt með því hvernig samfélög gyðinga og Palestínuaraba kynna sig? b Hvernig kynna þau hvort annað? Heimildavinna 9 Lesið heimildaklausurnar á bls. 74. a Hver er boðskapur Yfirlýsingar frá yfirnefnd araba í mars 1946? b Hver er boðskapur Sjálfstæðis- yfirlýsingar Ísraels 14. maí 1948? c Greinir þessar tvær heimildir á einhvern hátt á? Ef svo er, hvernig? Finnið svar 1 Hvað er diaspora? 2 Hverjir eru síonistar? 3 Hvers vegna fluttust margir gyðingar til Palestínu á 19. og 20. öld? 4 Hvaða samþykkt gerðu Sameinuðu þjóðirnar í málefnum Palestínu árið 1947? 5 Hvers vegna réðust arabaríkin á Ísrael árið 1948? 6 Hver urðu úrslitin í stríði Ísraels og araba 1949? Umræðuefni 7 Var styrjöld Ísraels og araba óhjákvæmileg þegar gyðingar stofnuðu Ísraelsríki 1948, eða hefði verið hægt að leysa deiluna friðsamlega? Kjarni * Öldum saman hefur Palestína verið heimaland gyðinga, kristinna manna og múslima. Síðan á 19. öld hafa margir gyðingar flust þangað frá Evrópulöndum. Árið 1939 voru gyðingar orðnir þriðjungur íbúanna. * Árið 1948 stofnuðu gyðingar ríkið Ísrael í Palestínu. Arabar, sem voru fjölmennastir á svæðinu, og ríki araba í nágrenninu, neituðu að viðurkenna ríki gyðinga. Þeir réðust þess vegna á Ísrael. Þegar stríðinu lauk, árið 1949, réðu Ísraelsmenn yfir 80% af landi Palestínu og hundruð þúsunda af aröbum voru rekin burt af hertekna landinu.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=