Frelsi og velferð

a 76 FRELSI OG VELFERÐ : Deilur í Mið-Austurlöndum Styrjöld Ísraela og araba Bretum tókst ekki að leysa úr deilu gyðinga og araba. Þeir gáfust að lokum upp á því og létu Sameinuðu þjóðunum eftir að ákveða hvað yrði um Palestínu. Á árinu 1947 tók alþjóðasamfélagið, undir forustu Sameinuðu þjóðanna, ákvörðun um að Palestínu skyldi skipt upp í ríki gyðinga og Palestínuaraba og gyðingar fá 56% af landinu. Gyðingar studdu samþykkt Sam- einuðu þjóðanna en arabar voru óánægðir. Þeir litu á það sem íhlutun Vesturlanda að taka landið frá Palestínumönnum. Fyrsta maí 1948 stofnuðu gyðingar Ísraelsríki og arabar litu á það sem yfirgang. Í sama mánuði réðust arabaríkin Egyptaland, Jórdanía, Írak, Sýrland og Líbanon á Ísrael. Arabar áttu von á skjótum sigri en styrjöldin stóð í heilt ár. Það var ekki aðeins að Ísraelsríki verði sig heldur bætti það við sig landsvæðum. Ísraelsmenn höfðu keypt vopn frá Tékkóslóvakíu og stofnað eigin her sem gerði þeim mögulegt að sigra araba. Þegar stríðinu lauk, á árinu 1949, réðu Ísraelsmenn yfir 80% af landi Palestínu og á herteknu svæðunum voru hundruð þúsunda af aröbum rekin burt. Arabaríkin neituðu að viðurkenna gyðingaríki í Palestínu. Arabar höfðu myndað meirihluta í landinu um aldir og þeim fannst landið tilheyra sér. Þeir neituðu að semja við Ísraelsmenn og lokuðu aðflutningsleiðum á sjó til landsins til að gera Ísraelsmönnum erfiðara fyrir að fá vörur frá útlöndum. Ísraelsmenn fundu að þeir voru umkringdir af óvinum og mundu aldrei geta lifað nema með sterkum landvörnum. Ísrael varði því óhemjumiklu fé í vopnakaup og tók upp almenna herskyldu, einnig fyrir stúlkur. „Ríkisstjórn Hans Hátignar hefur velþóknun á stofnun þjóðarheimilis fyrir gyðingaþjóðina í Palestínu og vill stuðla eins og frekast er unnt að því að það geti gerst, að því tilskildu að ekkert gerist sem veikir borgaraleg eða trúarleg réttindi þeirra Palestínumanna sem eru ekki gyðingar, né réttindi og pólitíska stöðu gyðinga í neinu öðru landi.“ Þessi ummæli voru kölluð Balfour- yfirlýsingin. En á millistríðsárunum reyndist erfitt fyrir Breta að stjórna landsvæðinu vegna árekstra á milli gyðinga og araba sem vildu ekki fá gyðinga inn í Palestínu. Sérstaklega varð mikið um deilur eftir 1930 af því að margir gyðingar fluttust til Palestínu eftir að Hitler hafði tekið völdin í Þýskalandi. Í meira en þúsund ár höfðu gyðingar myndað lítinn minnihlutahóp í Palestínu en svo margir fluttust þangað á millistríðsárunum að árið 1939 voru þeir um þriðjungur íbúanna. Gettó var afmarkað svæði í borg þar sem fólk var oft neytt til að búa gegn vilja sínum. Tyrkjaveldi náði yfir Tyrkland, hluta af Mið-Austurlöndum og Balkanskaga.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=