Frelsi og velferð

a FRELSI OG VELFERÐ : Deilur í Mið-Austurlöndum 75 Enn þá voru þeir þó ofsóttir í sumum löndum eins og Rússlandi og Frakklandi. Gyðingar héldu því enn áfram að flytjast til Palestínu. Ungverjinn Theodor Herzl var einn þeirra gyðinga sem urðu fyrir hatri og ofsóknum. Í augum hans var eina leið gyðinga til að fá frið að eignast sitt eigið heimaland í Palestínu. Gyðingar sem höfðu þessa skoðun kölluðu sig síonista. Orðið er dregið af Síon sem er hæð í Jerúsalem í Palestínu þar sem Davíð gyðingakonungur er sagður hafa reist borg sína. Eftir fyrri heimsstyrjöldina (1914–'18) tóku Bretar við stjórn Palestínu. Tyrkjaveldi, sem hafði ríkt yfir landinu síðan á 16. öld, hafði barist með Þjóðverjum í styrjöldinni og beðið ósigur. Bretar voru hlynntir innflutningi gyðinga til landsins. Utanríkisráðherra Breta, Arthur James Balfour leit svona á málið í nóvember 1917: vopnuðust, héldu til Palestínu og réðust á múslimana sem vörðu sig og hröktu hina kristnu til baka. Krossferðirnar mistókust þannig og múslimar réðu Palestínu áfram. En þar voru þó enn hópar gyðinga og kristinna. Innflutningur gyðinga vex Á 19. öld fluttust margir gyðingar frá Evrópu til Palestínu. Gyðingahatur og gyðingaofsóknir þvinguðu þá til þess. Í Evrópu urðu þeir fyrir því að vera rændir, reknir af heimilum sínum og neyddir til að setjast að í gettóum. Á 20. öld dró víða úr gyðingahatri og gyðingar hlutu viðurkenningu sem samborgarar í mörgum Evrópulöndum. Gyðingar á leið til Palestínu. Krossferðir: Herferðir Evrópu- manna á miðöldum til þess að vinna landið helga úr höndum múslima.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=