Frelsi og velferð

a 74 FRELSI OG VELFERÐ : Deilur í Mið-Austurlöndum Deila Ísraels og Palestínumanna „Öll arabíska þjóðin er og verður andvíg því að gyðingar þröngvi sér inn í Palestínu, leggi hana undir sig og stofni þar að lokum gyðingaríki. […] Arabar í Palestínu eru komnir af upprunalegum íbúum landsins, og þeir hafa átt þar heima síðan í upphafi sögunnar. Þeir geta ekki fallist á að hinir innfæddu íbúar séu þvingaðir gegn vilja sínum til að verða undirgefnir útlendum innflytjendum […]“ Yfirlýsing frá yfirnefnd araba í mars 1946. „Land Ísraels var fæðingarstaður gyðingaþjóðarinnar. Hér var andlegt, trúarlegt og þjóðernislegt eðli þeirra skapað. Hér öðluðust gyðingar sjálf- stæði og sköpuðu menningu sem er mikilvæg bæði fyrir þjóðina og heiminn. Hér skrifuðu þeir Biblíuna og gáfu veröldinni hana […]“ Sjálfstæðisyfirlýsing Ísraels 14. maí 1948. Árið 1948 stofnuðu gyðingar frá ólíkum heimshlutum ríkið Ísrael í Palestínu. Hvers vegna gerðu þeir það? Og hver urðu viðbrögðin við því meðal araba sem voru í meirihluta í Palestínu, eða araba í öðrum löndum? Rætur deilunnar Palestína er kölluð landið helga af því að það er heilagt svæði í augum kristinna, múslima og gyðinga. Palestína var heimaland gyðinga allt þar til Rómaveldi hertók það á fyrstu öld fyrir upphaf tímatals okkar. Gyðingar risu upp gegn þessum nýju valdhöfum en Rómverjar bældu uppreisnina niður og ráku gyðinga út úr Palestínu. Þetta var mikill ósigur fyrir gyðinga sem töldu að Guð hefði gefið þeim landið. Brottrekstur gyðinga, og aldalöng sundrung um heiminn sem þeir kalla sjálfir diaspora, er mikilvægt atriði í sögu þeirra. Gyðingar settust að í mörgum löndum, meðal annars víða í Evrópu. Á fyrstu öldunum eftir dauða Krists varð kristni að ríkjandi trúarbrögðum í Rómaveldi. Á sjöundu öld var Palestína hernumin á ný, í þetta skipti af múslimum. Á næstu öldum var landið undir stjórn múslima en þar bjuggu líka litlir hópar af gyðingum og kristnu fólki. Á miðöldum fóru kristnir Evrópu- menn í margar krossferðir til Palestínu til að ná henni á sitt vald. Þeir Yfirnefnd araba var stofnun sem kom fram fyrir hönd Palestínuaraba. Miðjarðarhaf Rauðahaf Persa- flói Indlandshaf Kaspía- haf SÁDI-ARABÍA EGYPTALAND EGYPTA- LAND ERITREA JEMEN OMAN QUATAR BAHRAIN KÚVEIT ÍRAK ÍRAN TYRKLAND SÝRLAND LÍBANON JÓRDANÍA JÓRDANÍA ÍSRAEL ÍSRAEL SAMEINUÐU ARABÍSKU FURSTADÆMIN Aden Mekka Bagdad Muskat Mið-Austurlönd SÝRLAND LÍBANON Jerúsalem Dauða- hafið

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=