Frelsi og velferð

b 72 FRELSI OG VELFERÐ : Deilur í Mið-Austur- löndum Markmið * Kynna mikilvægar fjölþjóðlegar deilur á 20. öld og fram á yfirstandandi öld. Setja fram hverjar eru orsakir og afleiðingar deilnanna. * Leita að heimildum, velja þær og meta af gagnrýni. Sýna hvernig ólíkar heimildir geta sagt söguna á ólíkan hátt. Þann 11. september árið 2001 flugu íslamskir trúarofstækismenn tveimur bandarískum farþegaflugvélum á Alþjóðlegu viðskiptamiðstöðina ( World Trade Center ) í New York og einnig á bandaríska landvarnarráðuneytið í byggingunni Pentagon í Washington . Þeir kusu að tjá óánægju sína með framkomu Bandaríkjanna í Mið-Austurlöndum með því að drepa þúsundir af saklausu fólki. Bandaríkin og fleiri ríki hafa blandast inn í margar deilur í Mið-Austurlöndum. Hvernig hefur það komið til? Og hvaða þýðingu hafa deilurnar í Mið- Austurlöndum haft í heiminum?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=