Frelsi og velferð

b FRELSI OG VELFERÐ : Smáþjóð í hörðum heimi 71 Kjarni * Eftir heimsstyrjöldina reyndu Íslendingar að taka upp aftur hlutleysi í vígbúnaðarmálum. Þeir höfnuðu í fyrstu beiðni Bandaríkjamanna um að hafa herstöðvar á Íslandi. En eftir því sem kalda stríðið magnaðist misstu fleiri trú á hlutleysið. Því var ákveðið að ganga í Atlantshafsbandalagið 1949 og taka við bandarískum her tveimur árum síðar. Um það var þó grimmilegur ágreiningur. * Á atvinnusviði treystu Íslendingar mest á vöxt í sjávarútvegi framan af tímabilinu. En viðreisnarstjórn sjálfstæðismanna og alþýðuflokks- manna, 1959–'71, skipti um stefnu og lagði meiri áherslu á raforkusölu og stóriðjustefnu. * Sjálfstæðisflokkurinn var oftast fúsastur til samvinnu við aðrar vest- rænar þjóðir. En flokkarnir lengst til vinstri, Sósíalistaflokkurinn og arftaki hans Alþýðubandalagið, voru tregastir til þess. Á milli þeirra að þessu leyti stóðu Framsóknarflokkur og Alþýðuflokkur. TÍMAÁS 1940 2000 1990 1980 1970 1960 1950 1949: Íslendingar eru meðal stofnþjóða Atlantshafsbandalagsins, NATO 1950–'52: Fyrsta útfærsla fiskveiðilandhelginnar, í 4 sjómílur og lokun fjarða 1951: Herlið Bandaríkjamanna kemur til Íslands samkvæmt samningi við ríkisstjórn landsins 1958: Önnur útfærsla fiskveiðilandhelginnar, í 12 sjómílur 1959: Viðreisnarstjórn Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks mynduð og situr við völd í tólf ár 1970: Búrfellsvirkjun og álverið í Straumsvík taka til starfa 1975: Fjórða útfærsla landhelginnar, í 200 sjómílur 1976: Samið um landhelgismálið. Bretar hverfa af Íslandsmiðum 1946: Keflavíkursamningurinn gerður við Bandaríkjastjórn 1971: Danir skila fyrstu íslensku handritunum 1972: Þriðja útfærsla landhelginnar, í 50 sjómílur

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=