Frelsi og velferð

b 70 FRELSI OG VELFERÐ : Smáþjóð í hörðum heimi Finnið svar 1 Hvað var ákveðið í Keflavíkur- samningnum? 2 Hvað liðu mörg ár frá því að síðustu bandarísku hermennirnir fóru héðan eftir heimsstyrjöldina þangað til bandarískur her kom hingað aftur? 3 Hvað nær fiskveiðilögsaga Íslendinga marga kílómetra frá ströndinni þar sem hún er ekki dregin um miðlínu milli Íslands og nágrannalandanna? 4 Hvers vegna voru, og eru, sumir á móti stóriðjustefnu? 5 Í hvaða bandalögum Evrópuríkja hafa Íslendingar verið og eru nú? Umræðuefni 6 Hvað finnst ykkur um þá ákvörðun Íslendinga að nota sér áhuga Bandaríkjamanna á landinu til að fá meiri Marshall-aðstoð en nokkur þjóð önnur? Hvaða rök gætu hafa verið með og á móti þessari ákvörðun Íslendinga? 7 Hvers vegna haldið þið að ríkisstjórnir Bandaríkjanna og Íslands hafi samið leynilega um herstöðina vorið 1951? 8 Er rétt fyrir Íslendinga að vera í Atlantshafsbandalaginu? – Hvers vegna? – Hvers vegna ekki? 9 Í kaflanum um Evrópusamvinnuna segir að markmið tollabandalaganna hafi verið að afnema tolla til þess að allar vörur væru framleiddar í því bandalagsríki sem gat gert það á hagkvæmastan hátt. Hvernig var hægt að stuðla að því með afnámi tolla? Setjið upp dæmi af ríki A þar sem sjónvarpstæki eru framleidd á óhagkvæman og dýran hátt og ríki B þar sem tækin eru framleidd á hagkvæmari hátt. Viðfangsefni 10 Veljið ykkur eitthvert ágreinings– efnanna sem er fjallað um hér á undan: a Keflavíkursamningurinn. b Atlantshafsbandalagið. c Herstöðvasamningurinn 1951. d Stóriðjustefnan. e Evrópubandalagið. Skrifið blaðagrein til að styðja aðra hvora skoðunina, með eða á móti. Heimildavinna 11 Hvaða ár urðu Íslendingar aðilar að Fríverslunarbandalagi Evrópu? Farið til dæmis í bókasafn skólans og leitið að bók þar sem þið getið flett því upp. Munið að í flestum fræðibókum er atriðisorðarskrá aftast. Svo er líka stundum hægt að nota alfræðibækur þar sem efnisatriðum er raðað í stafrófsröð. 12 Kynnið ykkur Stonwall-mótmælin í New York. Hvaða áhrif höfðu þessi mótmæli fyrir baráttu samkynhneigðra? Útbúið kynningu á þessum atburði.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=