Frelsi og velferð

b FRELSI OG VELFERÐ : Smáþjóð í hörðum heimi 69 Bandalögin þróuðust smám saman þannig að flest ríki EFTA gengu í Efnahagsbandalagið, þó ekki Norðmenn og Íslendingar. Efnahagsbandalagið þróaðist líka og varð æ nánara. Við hverja meiri háttar breytingu var nafni þess breytt en nú heitir það Evrópusambandið ( European Union ). Þátttökuríkin eru orðin upp undir 30 talsins. Í ársbyrjun 1994 tók gildi samningur um Evrópska efnahagssvæðið ( European Economic Area ). Að því eiga aðild öll ríki Evrópusambandsins og flest ríki EFTA, Fáni fríverslunar- samtakanna EFTA er einfaldlega settur saman úr þjóð- fánum ríkjanna, Íslands, Noregs, Liechtenstein og Sviss. Með því er lögð áhersla á að samtökin stefni ekki að sameiningu aðildarríkjanna og afnámi núverandi ríkja. Á fána Evrópusam- bandsins eru tólf stjörnur sem mynda hring. Talan tólf stendur oft fyrir full- komnun og hringur er tákn einingar. Ólíkt stjörnunum í fána Bandaríkjanna breytist fjöldi þeirra ekki þó að fjöldi aðildarríkja breytist. þar á meðal Ísland. Í samningnum felst að öll ríkin lögleiði reglur Evrópusambandsins um svokallað fjórfrelsi sem merkir að fólk (þar með talið vinnuafl), vörur, þjónusta og fjármagn geti flust frjálst og hindrunarlaust á milli landanna eins og innan hvers ríkis. Á Íslandi finnst mörgum að við ættum að ganga í Evrópusambandið. En margir eru líka á móti því. Enn einu sinni eru Íslendingar ósammála um hvaða leið eigi að fara í samskiptum við umheiminn.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=