Frelsi og velferð

b 68 FRELSI OG VELFERÐ : Smáþjóð í hörðum heimi Vestur-Þýskaland, Ítalía, Holland, Belgía og Luxemburg. Bretar stóðu utan við bandalagið, meðal annars af því að þeir voru miðpunktur í öðru ríkjabandalagi, breska samveldinu sem var sett saman úr fyrrverandi nýlendum Breta. Þó stofnuðu Bretar líka Fríverslunarbandalag í Evrópu (EFTA) með Dönum, Norðmönum, Svíum, Svisslendingum, Austurríkismönnum og Portúgölum. Síðar bættust Finnar, Íslendingar og Liechtensteinbúar við. Meginatriði beggja bandalaganna var frjáls og tollalaus verslun á milli aðildarlandanna til þess að vörur væru framleiddar í því bandalagsríki sem gat gert það á hagkvæmastan hátt. Evrópusamvinna Eftir heimsstyrjöldina fóru ríki Mið- og Vestur-Evrópu að vinna að náinni samvinnu í viðskiptum. Með því átti einkum að gera tvennt. Annars vegar var sagt að þetta væri besta leiðin til að koma í veg fyrir að þessi ríki héldu áfram að berjast hvert við annað, eins og þau höfðu gert öldum saman og síðast í tveimur heimsstyrjöldum á 20. öld. Hinn ávinningurinn var að mynda stórt hagkerfi sem gæti staðist samanburð við voldugasta ríki heims, Bandaríki Norður-Ameríku. Í þessu skyni var Efnahagsbandalag Evrópu stofnað árið 1957 með aðalstöðvar í Brüssel í Belgíu. Þátttökuríki þess voru sex: Frakkland, Ríki EFTA og Evrópusambandsins eftir 2007. Í EFTA eru fjögur ríki, Ísland, Noregur, Sviss og Liechtenstein. Þrjú þeirra, Ísland, Noregur og Liechten- stein (lítið land á milli Sviss og Austurríkis), eru líka á Evrópska efnahagssvæðinu og tengjast Evrópusambandinu þannig nánar en Sviss gerir. EFTA Evrópusambandið

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=