Frelsi og velferð

a FRELSI OG VELFERÐ : Friður á jörð . . . 5 Heimurinn sameinast Þetta var ekki í fyrsta sinn sem reynt var að tryggja frið með alþjóðlegum samtökum. En Þjóðabandalagið, sem hafði verið stofnað eftir fyrri heimsstyrjöldina, náði aldrei þátttöku nógu margra ríkja né nógum völdum til að geta hindrað styrjaldir. Nú, eftir síðari heimsstyrjöldina, skildu stjórnmálamenn betur að alþjóðlegt samstarf væri nauðsynlegt. Veröldin var orðin svo þéttriðin af samskiptanetum að mörg viðfangsefni kröfðust samstarfs yfir landamæri, ekki síst varðveisla friðar. Fulltrúarnir sem komu saman í San Francisco undirrituðu langt skjal, sáttmála sem skuldbatt ríkin til vinna að nokkrum sameiginlegum markmiðum. Mikilvægast þeirra var að koma í veg fyrir styrjaldir. Til að ná þessum markmiðum komu þau á fót alþjóðlegum samtökum sem fengu nafnið Sameinuðu þjóðirnar (Sþ). Sáttmálinn sem skrifað var undir er kallaður Sáttmáli Sameinuðu þjóðanna. Þar er mælt fyrir um hvernig stofnunin eigi að starfa og hver séu markmið hennar. Formlega voru Sameinuðu þjóðirnar stofnaðar 24. október 1945, eftir að ríkisstjórnir þátttökuríkjanna höfðu staðfest sáttmálann. Í janúar 1946 hittust fulltrúar allra þátttökuþjóðanna á fyrsta allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í London. Samtökin höfðu verið stofnuð og hægt að taka til starfa. Hnattvæðing Við notum oft hugtakið hnattvæðing til að lýsa því hvernig veröldin tengist sífellt sterkar saman. Í því felst að samskipti milli fólks yfir landamæri verða æ meiri og ólíkir hlutar heimsins verða háðari hver öðrum. Hnattvæðing er eitt af meginefnum þessarar bókar sem lýsir þróun heimsins eftir 1945. Það alþjóðlega samstarf sem var hafið með stofnun Sameinuðu þjóðanna er mikilvægur hluti þessarar þróunar. NÆRM Y N D Sáttmáli er samningur tveggja eða fleiri aðila sem skuldbindur þá til einhvers. Að staðfesta merkir að sam­ þykkja endanlega. Ríkisstjórn sem staðfestir alþjóðlegan sátt- mála skuldbindur sig til að fylgja honum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=