Frelsi og velferð

b FRELSI OG VELFERÐ : Smáþjóð í hörðum heimi 67 stóriðjustefnunni voru einkum tvenns konar. Annars vegar voru þjóðleg sjónarmið; mörgum fannst óhæfa að hleypa inn í landið svona miklum atvinnurekstri í eigu útlendinga. Það var talin skerðing á fullveldi og ofan í kaupið átti að selja þeim raforku á miklu lægra verði en hún var seld Íslendingum því hér var veittur mikill magnafsláttur á orkuverði. Hins vegar voru náttúruverndarsjónarmið að eflast. Þar varð líka að gefa mikið eftir fyrir álrisanum því í upphafi var samið um að ekki þyrfti að setja neinn hreinsibúnað á verksmiðjuna; menn sögðu að íslenski vindurinn mundi sjá um að blása allri mengun út á haf. Stóriðjustefnan sigraði. Haldið hefur verið áfram að virkja fallvötn og selja útlendingum orku þeirra til álframleiðslu. En sú starfsemi hefur líka haldið áfram að vera umdeild, og líklega hefur engin framkvæmd mætt Samsteypustjórn er ríkis- stjórn sem tveir eða fleiri stjórnmálaflokkar mynda saman af því að enginn flokkur hefur meirihluta þingmanna á Alþingi. Stjórnarandstaða er alþingis- menn sem styðja ekki ríkis- stjórn, venjulega þingmenn þeirra flokka sem eiga ekki fulltrúa í stjórninni. Framhlið Búrfells- virkjunar í Þjórsár- dal. Í vatnsaflsvirkj- unum er rafmagn framleitt með því að láta árvatn falla af sem mestum krafti niður í vélar sem eru kallaðar hverflar eða túrbínur. Hverflarnir eru þannig gerðir að vatnsstraumurinn snýr þeim á ofsa- hraða. Við það breytist orka vatns- fallsins í raforku sem er síðan meðal annars breytt í hita í álverum. eins mikilli andspyrnu og sú síðasta og mesta, Kárahnjúkavirkjun á Austurlandi og álbræðslan í Reyðarfirði.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=