Frelsi og velferð

b 66 FRELSI OG VELFERÐ : Smáþjóð í hörðum heimi Stóriðjan Á árunum 1959–'71, í þrjú kjörtímabil samfleytt, var við völd á Íslandi samsteypustjórn Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks. Í stjórnarandstöðu voru Framsóknarflokkur og Alþýðubandalag. Ríkisstjórnin lofaði að standa fyrir viðreisn efnahagslífsins og fékk því nafnið viðreisnarstjórn. Hún lagði kapp á gott samband við aðrar vestrænar þjóðir og samdi meðal annars við Breta um lausn landhelgisdeilunnar sem hafði sprottið af útfærslu fiskveiðilögsögunnar 1958. Í samningnum viðurkenndu Bretar 12 mílna mörkin en fengu aðeins nokkurra ára aðlögunartíma. Gegn því lofaði íslenska stjórnin að fallast á að frekari útfærsla, út fyrir 12 mílur, yrði lögð undir dóm alþjóðadómstólsins í Haag í Hollandi. Við þessar aðstæður var frekar óvænlegt fyrir viðreisnarstjórnina að treysta á að ná árangri í atvinnulífi með því að auka fiskveiðar, eins og jafnan hafði verið gert síðan á 19. öld. Því var tekin ný stefna og lagt út á þá braut að virkja fossa og selja orku til stóriðju. Áður höfðu ekki verið virkjaðar stærri ár en Sogið í Árnessýslu og Laxá í Þingeyjarsýslu. Nú var lagt til atlögu við Þjórsá, eitt af mestu vatnsföllum landsins. Reist var virkjun sem er kennd við Búrfell í Þjórsárdal. Til að koma orkunni frá Búrfells- virkjun í verð var samið við fjölþjóðlegt álbræðslufyrirtæki, upphaflega svissneskt, sem hét Swiss Aluminium. Það stofnaði dótturfélag, Íslenska álfélagið, sem reisti álverksmiðju í Straumsvík, skammt sunnan við Hafnarfjörð. Mikill ágreiningur var um þetta mál á Íslandi. Á Alþingi lögðust stjórnarandstöðuþingmenn næstum einróma gegn því. Rökin gegn Ríkisráð Íslands, forseti lýðveldisins og viðreisnarstjórnin sem sat við völd á árunum 1959–71. Hér er stjórnin í upphaflegri mynd sinni. Til vinstri sitja ráðherrar úr Sjálf- stæðisflokknum, Gunnar Thoroddsen, Ingólfur Jónsson, Bjarni Benediktsson og Ólafur Thors forsætisráðherra. Aftan við þá til hliðar er Birgir Thorlacius ráðuneytisstjóri sem hefur sjálfsagt skrifað fundargerð. Við borðsendann situr Ásgeir Ásgeirs- son forseti. Síðan koma til hægri full- trúar Alþýðuflokks- ins, Guðmundur Í. Guðmundsson, Emil Jónsson og Gylfi Þ. Gíslason. Þeir eru einum færri en fulltrúar Sjálfstæðis- flokksins vegna þess að Alþýðu- flokkurinn var miklu minni flokkur og hafði færri alþingis- menn. Engin kona sat í stjórninni, enda varð engin kona ráð- herra á Íslandi fyrr en Auður Auðuns árið 1970.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=