Frelsi og velferð

b FRELSI OG VELFERÐ : Smáþjóð í hörðum heimi 65 Fiskveiðilandhelgi, fiskveiðilögsaga er svæði við strönd ríkis þar sem ríkið tekur sér rétt til að stjórna fiskveiðum, meðal annars að banna útlendingum að veiða eða banna veiðar með ákveðnum veiðarfærum ef þær þykja ógna fiskstofnum. Landgrunn er hlutfallslega grunnt haf við strendur lands. Samstaða er um að ríki hafi rétt til að stjórna nýtingu auðlinda á landgrunni sínu, ef þau semja ekki um annað. Ekki hefur ríkt samstaða um hve langt frá strönd eða niður á hve mikið dýpi landgrunn skuli teljast ná en oft er talað um 200 metra dýpi. verðmætari, svo að Bretar gáfust upp á banninu, en ekki fyrr en eftir fjögur ár. Eftir síðari útfærslurnar gripu Bretar til þess að senda herskip á fiskimiðin við Ísland til að vernda togarana fyrir íslenskum varðskipum. En það reyndist bæði fyrirhafnarsamt og óvinsælt og lauk svo að Bretar gáfust upp og hurfu með skip sín út úr 200 sjómílna fiskveiðilandhelgi Íslendinga ári eftir síðustu útfærsluna, árið 1976. Íslendingar unnu fullan sigur í landhelgisdeilu sinni. Íslenskt varðskip og breskt herskip rek- ast á í þorskastríði í maí 1976. Báðir aðilar héldu því fram að hinn hefði valdið árekstrinum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=