Frelsi og velferð

b 64 FRELSI OG VELFERÐ : Smáþjóð í hörðum heimi Landhelgismálið Þegar saga þessi hefst var fiskveiði- landhelgi eða fiskveiðilögsaga við strendur Íslands þrjár sjómílur frá ströndum. Það eru um 5,5 kílómetrar. En þar sem firðir urðu ekki breiðari en tíu sjómílur (18,5 km) var dregin landhelgislína þvert yfir þá. Öldum saman höfðu útlendingar veitt á Íslandsmiðum en á árum síðari heimsstyrjaldar lögðust þær veiðar niður. Eftir stríðið flykktust útlend skip aftur á miðin, einkum enskir togarar, og fiskafli minnkaði ár frá ári. Mörg strandríki voru þá að leggja undir sig meira af landgrunni sínu en áður, bæði til efnavinnslu á hafsbotni og fiskveiða. Íslendingar ákváðu að taka þátt í þessari sókn og stækka fiskveiðilandhelgi sína. Það gerðu þeir í fjórum áföngum: 1950–52: 4 sjómílur, fjörðum og flóum lokað 1958: 12 sjómílur 1972: 50 sjómílur 1975: 200 sjómílur eða að miðlínu milli Íslands, Færeyja og Grænlands Öllum þessum útfærslum mótmæltu stjórnir þeirra þjóða sem nýttu Íslandsmið. En Bretar áttu mestra hagsmuna að gæta og voru harðastir í andstöðu sinni. Eftir fyrstu útfærsluna, 1950–'52, var sett löndunarbann á íslenskan fisk í Bretlandi. Með því ætluðu Bretar að þvinga Íslendinga til að semja við þá um veiðiheimildir innan lögsögunnar. Íslenskir togarar höfðu selt mikið af afla sínum þannig að hann var lagður í ís í skipunum og siglt með hann óverkaðan til Bretlands. Nú urðu þeir að fara að frysta, salta eða herða allan fiskaflann. Það jók atvinnu við fiskverkun og gerði aflann 4 12 50 200 Útfærsla landhelgi Íslands

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=