Frelsi og velferð

b FRELSI OG VELFERÐ : Smáþjóð í hörðum heimi 63 NÆRM Y N D NÆRM Y N D Rokk og ról, ást og friður Íslensk æska breyttist í takt við unglinga annarra landa á sjötta og sjöunda áratugnum. Kvikmyndir, tónlist og fatatíska fór að miða sérstaklega við ungmenni og fjölbreytileiki varð að meginstefnu. Hljómsveitir á borð við The Rolling Stones og Bítlana breyttu samfélaginu og tískunni þannig að strákar fóru að greiða hárið í takt við fyrirmyndirnar. Á Íslandi spruttu hljómsveitir upp undir miklum áhrifum frá Bítlunum og voru strákarnir í Hljómum þar fremstir í flokki. Þá höfðu kvikmyndir sem gerðust í hinu villta vestri Bandaríkjanna á 19. öld mikil áhrif á yngri kynslóðir og fóru börn að leika sér í kúrekaleikjum í anda Roy Rogers sem var vinsælasti kúrekinn á þeim tíma. Æskan vildi njóta lífsins í friði, laus undan forræðishyggju eldri kynslóða. Frjálslyndar ástir urðu ráðandi, hár og skegg var látið vaxa, föt urðu útvíðari og litríkari, fíkniefni urðu vinsælli og eldra fólki þótti ekki mikið til alls þessa koma. Réttindabarátta samkynhneigðra Samkynhneigð var litin sem ónáttúrulegt fyrir- bæri sem væri annaðhvort saknæmt eða væri hægt að lækna. Með samfélagsbreytingum unga fólksins á sjöunda áratugnum var farið að krefjast viðurkenningar og félagslegs samþykkis á samkynhneigð. Fordómar gagnvart samkynhneigðum voru miklir og fór fólk oft í felur með kynhneigð sína af ótta við útskúfun úr samfélaginu og jafnvel ofbeldi. Réttindabaráttan, sem snerist í raun um sjálfsögð mannréttindi sem við þekkjum í dag, hófst af alvöru með Stonewall mótmælunum í New York árið 1969. Á Íslandi fór réttindabaráttan af stað örlitlu seinna, eða árið 1975 þegar leikarinn og tónlistarmaðurinn Hörður Torfason hóf opinbera baráttu með viðtali sem birtist við hann í tímaritinu Samúel. Viðtalið vakti gríðarleg viðbrögð á meðal Íslendinga og þurfti Hörður að flýja land vegna haturs og líflátshótana sem hann fékk vegna baráttu sinnar. Hann kom saman fólki til þess að stofna samtök árið 1978 en þau voru kölluð Samtökin 78. Með mikilli þrautseigju styrktist réttindabaráttan og með tímanum tókst samtökunum að losa íslenskt samfélag að mestu við fordóma og hatursorðræðu í garð samkynhneigðra og búa þannig til opnara og betra Ísland. Hörður Torfason ásamt blaðamanni Samúels, Guðjóni Smára Valgeirssyni.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=