Frelsi og velferð

b 62 FRELSI OG VELFERÐ : Smáþjóð í hörðum heimi Bandaríkjamenn könnun á afstöðu Íslendinga til herverndarsamningsins. Ótvíræða afstöðu tóku 76% aðspurðra. Meðal þeirra voru 63% á móti hernum en 37% með. Eftir upplausn Sovétríkjanna árið 1991 dró úr áhuga Bandaríkjamanna á að halda uppi herstöð á Íslandi. En þá reyndu íslensk stjórnvöld að halda í herinn. Sumum fannst vera í því nokkur trygging að hafa hér bandaríska NÆRM Y N D herstöð, þó að andstæðingurinn væri horfinn. Líklega voru þó síst fleiri fylgjandi hernum en áður, en áhugi andstæðinganna á málinu var orðinn minni. Herstöðvaandstaða var forgangsmál fárra. Loks lauk svo árið 2006 að Bandaríkjamenn yfirgáfu herstöðina að eigin frumkvæði. En eftir sem áður er íslenska ríkið í Atlantshafsbandalaginu. Handritamálið Eftir að Íslendingar stofnuðu sjálfstætt ríki hafa þeir haft góð og vinsamleg samskipti við fjölda þjóða. En einna ánægjulegust hafa þau verið við gömlu herraþjóðina Dani. Í augum Íslendinga ber þar hæst að Danir skiluðu Íslendingum miklum hluta af skinnhandritum sem voru skrifuð á Íslandi á miðöldum en síðan flutt til Kaupmannahafnar og varðveitt þar. Voru þau fyrstu, tvö sérstaklega verðmæt handrit, flutt með dönsku herskipi til Íslands vorið 1971 og afhent menntamálaráðherra, Gylfa Þ. Gíslasyni. Í mörgum löndum Evrópu er mikið af dýrmætum menningarminjum sem hefur verið safnað í hjálendum og nýlendum og sett á söfn í löndum herraþjóða. Mörg nýfrjáls ríki hafa krafist þess að fá slíka gripi til baka en lítið mun vera um að þeim hafi verið skilað. Danskir sjóliðar báru pakka með íslensku skinn- handritunum Konungsbók eddukvæða og Flateyjarbók frá borði danska herskipsins Vædderen í Reykjavíkurhöfn 21. apríl 1971. Hér hafa þeir stillt sér upp á hafnarbakk- anum, en sjálf afhendingin fór fram í Háskóla- bíói sama dag þegar mennta- málaráðherra Dana afhenti menntamálaráð- herra Íslendinga handritin.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=