Frelsi og velferð

b FRELSI OG VELFERÐ : Smáþjóð í hörðum heimi 61 Herinn Áður en íslenska ríkisstjórnin féllst á að leiða Íslendinga inn í Atlantshafs- bandalagið höfðu fulltrúar hennar tekið loforð af Bandaríkjastjórn um að þeir þyrftu ekki að taka við útlendu herliði í land sitt á friðartímum. Þegar utanríkisráðherra Íslands undirritaði sáttmála bandalagsins gerði hann fyrirvara um þetta munnlega. En tveimur árum síðar, 1951, þegar Bandaríkjamenn voru farnir að berjast í Kóreu við kommúnistastjórn, vopnaða sovéskum vopnum, létu íslensk stjórnvöld undan. Þau sömdu leynilega um að Bandaríkjamenn tækju að sér varnir landsins og kæmu aftur fyrir herliði við Keflavíkurflugvöll. Fyrstu hermennirnir komu 7. maí. Alþingismenn allra annarra flokka en Sósíalistaflokksins voru kallaðir saman á leynilegan fund til að samþykkja herstöðvasamninginn. Hann var ekki samþykktur formlega á Alþingi fyrr en það kom saman um haustið. Bandaríkjamenn starfræktu herstöð á Keflavíkurflugvelli í 55 ár. Um hana var alltaf grimmilegur ágreiningur meðal landsmanna. Einn stjórnmálaflokkur var alltaf eindregið á móti hernum. Það var Sósíalistaflokkurinn sem breyttist í Alþýðubandalag árið 1956. Flokkurinn varð síðan smám saman ótryggari Sovétríkjunum en vildi að Ísland tæki upp hlutleysisstefnu á ný. Sjálfstæðisflokkurinn var á hinn bóginn heill og óskiptur með herstöðvunum. Í Alþýðuflokki og Framsóknarflokki var ágreiningur en þó oftast meirihluti með herstöðinni. Meðal almennings var andstaðan meiri samkvæmt skoðanakönnunum. Framan af var jafnvel mikill meirihluti andvígur hernum. Árið 1955 gerðu Herstöð Bandaríkja- manna á Keflavíkur- flugvelli var lengi bitrasta ágreinings- efni Íslendinga. Á árunum 1960–'91 gengu andstæðingar hennar hvað eftir annað mótmæla- göngur frá hliði flugvallarsvæðisins til Reykjavíkur. Nokkur hundruð manns lögðu af stað um morguninn en síðan bættist smám saman í gönguna uns haldinn var útifundur í Reykjavík um kvöldið. Myndin er frá Keflavíkur- göngu árið 1981 meðan hún er enn fremur fámenn.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=