Frelsi og velferð

b 60 FRELSI OG VELFERÐ : Smáþjóð í hörðum heimi var þess vegna safnað varaliði framan við húsið, til að aðstoða lögreglu við að rýma Austurvöll, ef nauðsyn krefði. Liðinu var komið fyrir á laun inni í húsinu. Andstæðingar NATO héldu mótmælafund í nágrenninu. Eftir að honum lauk streymdu fundarmenn út á Austurvöll. Einhverjir tóku að kasta grjóti, eggjum og mold í Alþingishúsið. Þá var varaliðið sent út úr húsinu, vopnað kylfum. Varð þar snarpur bardagi sem lauk með því að lögreglan rýmdi völlinn með táragasi. Á meðan var aðild að bandalaginu samþykkt á Alþingi með 37 atkvæðum gegn 13. Á móti voru allir þingmenn sósíalista, tíu talsins, tveir alþýðuflokksmenn og einn framsóknarmaður en tveir framsóknarmenn sátu hjá við atkvæðagreiðsluna. NATO Árið 1949 kom að því að Banda- ríkjamenn ákváðu að bjóða ríkjum Vestur-Evrópu að stofna með sér Atlantshafsbandalagið, NATO, og var Íslendingum boðið að vera með í því. Um það var harður ágreiningur á Íslandi. Sósíalistar voru að sjálfsögðu á móti því, enda var bandalagið stofnað til að standa gegn hugsanlegri útþenslu Sovétríkjanna til Vestur-Evrópu og íslenskir sósíalistar voru flestir vinir Sovétríkjanna. En svo voru líka margir í öðrum flokkum og utan flokka á móti því að ganga í hernaðarbandalag. Margir vildu viðhalda hlutleysi þjóðarinnar sem hafði verið lýst yfir þegar íslenska ríkið var stofnað árið 1918. Innganga Íslands í NATO var til umræðu á Alþingi 30. mars 1949. Búist var við óeirðum við Alþingishúsið og Innganga Íslands í Atlantshafsbanda- lagið var samþykkt á Alþingi 30. mars 1949 með 37 atkvæðum gegn 13. Úti á Austurvelli var andstæðingum aðildar dreift með táragasi.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=